Verstappen fyrstur í Austurríki en gæti fengið refsingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2019 14:47 Max Verstappen fékk frábæran stuðning í brautinni í Austurríki vísir/getty Max Verstappen fagnaði sigri í austurríska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Verstappen átti frábæran dag og vann annað árið í röð á heimavelli Red Bull. Verstappen var annar á ráspól á eftir Ferrarimanninum Charles Leclerc. Hollendingurinn byrjaði hrikalega og datt niður í sjöunda sæti strax eftir fyrstu beygjurnar. Hann lét það hins vegar ekki á sig fá og vann sig hægt og rólega upp töfluna. Leclerc var í forystu í lokasprettinum á meðan Verstappen var á svakalegum hraða og var hraðastur í brautinni hring eftir hring. Red Bull maðurinn setti pressu á Leclerc og náði svo að fara fram úr honum þegar tveir hringir voru eftir. Leclerc náði ekki að svara og Verstappen vann sinn sjötta kappakstur á ferlinum.BREAKING: @Max33Verstappen wins an epic race in Spielberg! Charles Leclerc finishes second with Valtteri Bottas taking third WHAT. A. RACE.!!!#AustrianGP#F1pic.twitter.com/vpYPCFqHfc — Formula 1 (@F1) June 30, 2019 Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji en liðsfélagi hans Lewis Hamilton, sem hefur unnið hvern kappaksturinn á fætur öðrum á tímabilinu, varð að sætta sig við fimmta sætið. Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði. Atvikið þegar Verstappen fór fram úr Leclerc er í skoðun þar sem Verstappen gæti hafa gerst brotlegur og ýtt Leclerc út af brautinni. Hann er þó sigurvegari kappakstursins þar til annað kemur í ljós. Heyrði hollenska þjóðsönginn, fékk sinn verðlaunagrip og fagnaði fyrsta sigri sínum þetta tímabilið.CLASSIFICATION - AUSTRIAN GRAND PRIX Verstappen takes Honda's first win since 2006 - although stewards are looking at his lap 69 pass for the lead #AustrianGP#F1pic.twitter.com/1EdjnShnB6 — Formula 1 (@F1) June 30, 2019 Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Max Verstappen fagnaði sigri í austurríska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Verstappen átti frábæran dag og vann annað árið í röð á heimavelli Red Bull. Verstappen var annar á ráspól á eftir Ferrarimanninum Charles Leclerc. Hollendingurinn byrjaði hrikalega og datt niður í sjöunda sæti strax eftir fyrstu beygjurnar. Hann lét það hins vegar ekki á sig fá og vann sig hægt og rólega upp töfluna. Leclerc var í forystu í lokasprettinum á meðan Verstappen var á svakalegum hraða og var hraðastur í brautinni hring eftir hring. Red Bull maðurinn setti pressu á Leclerc og náði svo að fara fram úr honum þegar tveir hringir voru eftir. Leclerc náði ekki að svara og Verstappen vann sinn sjötta kappakstur á ferlinum.BREAKING: @Max33Verstappen wins an epic race in Spielberg! Charles Leclerc finishes second with Valtteri Bottas taking third WHAT. A. RACE.!!!#AustrianGP#F1pic.twitter.com/vpYPCFqHfc — Formula 1 (@F1) June 30, 2019 Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji en liðsfélagi hans Lewis Hamilton, sem hefur unnið hvern kappaksturinn á fætur öðrum á tímabilinu, varð að sætta sig við fimmta sætið. Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði. Atvikið þegar Verstappen fór fram úr Leclerc er í skoðun þar sem Verstappen gæti hafa gerst brotlegur og ýtt Leclerc út af brautinni. Hann er þó sigurvegari kappakstursins þar til annað kemur í ljós. Heyrði hollenska þjóðsönginn, fékk sinn verðlaunagrip og fagnaði fyrsta sigri sínum þetta tímabilið.CLASSIFICATION - AUSTRIAN GRAND PRIX Verstappen takes Honda's first win since 2006 - although stewards are looking at his lap 69 pass for the lead #AustrianGP#F1pic.twitter.com/1EdjnShnB6 — Formula 1 (@F1) June 30, 2019
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira