Nokkur orð um loftslagskvíða Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 12:45 Um þessar mundir líður varla sá dagur þar sem við fáum ekki fréttir af loftslagsvánni í fjölmiðlum. Þar er rætt um yfirvofandi hörmungar, að við verðum að bregðast við af mikilli hörku og breyta okkar venjum hið snarasta. Vissulega er mikilvægt að bregðast við, en hjá sumum ná loftslagsáhyggjur og kvíði yfirhöndinni og valda umtalsverðu uppnámi. Er það gagnlegt? Ef marka má nýlega umhverfiskönnun MMR hafa um 70% landsmanna miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Hlutfallið fer upp í 77% þegar fólk á aldrinum 18-29 ára á í hlut. Þegar fólk er spurt hvort það hafi breytt hegðun sinni undanfarið ár segjast 86% hafa gert nokkrar eða miklar breytingar. Algengast er að fólk flokki sorp og dragi úr neyslu. Loftslagsmál virðast því ofarlega í huga fólks og margir leggja sitt af mörkum til að sporna við vandanum. Í sálfræðistörfum okkar hittum við reglulega fólk sem hefur miklar áhyggjur af loftslagsmálum. Þessar áhyggjur eru mismiklar og líklegast mestar meðal þeirra sem hafa ríka tilhneigingu til áhyggna. Sumir þeirra eru haldnir almennri kvíðaröskun sem einkennist af hamlandi áhyggjum samfara pirringi, eirðarleysi, einbeitingarleysi, þreytu, svefntruflunum og vöðvaspennu. Hóflegar áhyggjur eru gagnlegar Upp að vissu marki fá áhyggjur okkur til að bregðast við aðsteðjandi hættu.Tökum dæmi af heilsukvíða. Hóflegar heilsufarsáhyggjur gera það að verkum að við hugsum vel um líkama okkar og leitum til lækna þegar við á. Þegar heilsufarsáhyggjur verða aftur á móti of miklar engjumst við um og aðhöfumst fátt, forðumst læknisheimsóknir eða sækjum í endurteknar rannsóknir sem aðeins slá á kvíðann til skamms tíma. Það sama á við um loftslagskvíða. Mikilvægt er að horfast í augu við vandann sem vissulega er áhyggjuefni. Hóflegar áhyggjur fá okkur til að leggja okkar af mörkum og sýna gott fordæmi. Við getum spurt okkur hvað við getum gert hér og nú og gagnlegt getur verið að búa til viðmið um hvað við erum tilbúin að gera í þágu málefnisins. Í framhaldi má endurskoða þau viðmið með reglulegu millibili. Þá má minna sig á að við erum mannleg og getum ekki verið fullkomin að þessu leyti. Ef loftslagsáhyggjur verða of miklar er hætt við að okkur fallist hendur og verðum vonleysinu að bráð. Við gætum jafnvel reiðst yfir aðgerðaleysi annarra sem aðeins kemur niður á okkar líðan. Hér má minna sig á að aðrir eru mannlegir eins og við. Mannskepnan hefur alltaf átt erfitt með að horfast í augu við alvarlega atburði svo sem veikindi og hamfarir. Við höldum gjarnan að ekkert slæmt komi fyrir okkur og förum gjarnan í afneitun þegar upp koma erfiðleikar. Til skamms tíma reynist okkur auðveldara tilfinningalega að stinga hausnum í sandinn. Hvernig má draga úr loftslagskvíða? Þegar loftslagskvíði er orðinn alltumlykjandi er ástæða til að gera eitthvað í málunum. Til dæmis þegar við erum meira og minna með stanslausar áhyggjur og náum ekki að slaka á og njóta lífsins. Okkur finnst við jafnvel ekki mega líta glaðan dag og taka lífinu létt inn á milli. Það getur hins vegar alveg farið saman að taka ábyrgð á framtíðinni og að leyfa sér að njóta líðandi stundar. Ef við erum gjörn á áhyggjur höfum við líkast til lítið óvissuþol og eigum erfitt með að vita ekki hvernig hlutirnir fara. Hins vegar er nú lífið þannig að við vitum aldrei hvað gerist næst og erfiðleikar óhjákvæmilegir. Gott getur verið að æfa sig að þola við í óvissunni með því að segja við sig: „svo fer sem fer”, en ákveða samt að leggja sitt af mörkum til loftslagsmála og huga að hamingju sinni og annarra. Til að auka óvissuþol má æfa sig í að sækja í óvissu á ýmsum sviðum. Til dæmis með því að gera eitthvað óvænt, taka smávægilegar áhættur, fara ótroðnar slóðir, rækta hæfileika sína og breyta til. Einnig er mikilvægt að leyfa sér að gera stundum mistök, vera mannlegur og dæma sig og aðra ekki of hart fyrir að fara stundum út af sporinu. Ef þessi ráð duga ekki til, hvetjum við fólk til að leita sér sérhæfðrar aðstoðar en það má vel ná góðum tökum á áhyggjum og kvíða. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hulda Jónsdóttir Tölgyes Loftslagsmál Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir líður varla sá dagur þar sem við fáum ekki fréttir af loftslagsvánni í fjölmiðlum. Þar er rætt um yfirvofandi hörmungar, að við verðum að bregðast við af mikilli hörku og breyta okkar venjum hið snarasta. Vissulega er mikilvægt að bregðast við, en hjá sumum ná loftslagsáhyggjur og kvíði yfirhöndinni og valda umtalsverðu uppnámi. Er það gagnlegt? Ef marka má nýlega umhverfiskönnun MMR hafa um 70% landsmanna miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Hlutfallið fer upp í 77% þegar fólk á aldrinum 18-29 ára á í hlut. Þegar fólk er spurt hvort það hafi breytt hegðun sinni undanfarið ár segjast 86% hafa gert nokkrar eða miklar breytingar. Algengast er að fólk flokki sorp og dragi úr neyslu. Loftslagsmál virðast því ofarlega í huga fólks og margir leggja sitt af mörkum til að sporna við vandanum. Í sálfræðistörfum okkar hittum við reglulega fólk sem hefur miklar áhyggjur af loftslagsmálum. Þessar áhyggjur eru mismiklar og líklegast mestar meðal þeirra sem hafa ríka tilhneigingu til áhyggna. Sumir þeirra eru haldnir almennri kvíðaröskun sem einkennist af hamlandi áhyggjum samfara pirringi, eirðarleysi, einbeitingarleysi, þreytu, svefntruflunum og vöðvaspennu. Hóflegar áhyggjur eru gagnlegar Upp að vissu marki fá áhyggjur okkur til að bregðast við aðsteðjandi hættu.Tökum dæmi af heilsukvíða. Hóflegar heilsufarsáhyggjur gera það að verkum að við hugsum vel um líkama okkar og leitum til lækna þegar við á. Þegar heilsufarsáhyggjur verða aftur á móti of miklar engjumst við um og aðhöfumst fátt, forðumst læknisheimsóknir eða sækjum í endurteknar rannsóknir sem aðeins slá á kvíðann til skamms tíma. Það sama á við um loftslagskvíða. Mikilvægt er að horfast í augu við vandann sem vissulega er áhyggjuefni. Hóflegar áhyggjur fá okkur til að leggja okkar af mörkum og sýna gott fordæmi. Við getum spurt okkur hvað við getum gert hér og nú og gagnlegt getur verið að búa til viðmið um hvað við erum tilbúin að gera í þágu málefnisins. Í framhaldi má endurskoða þau viðmið með reglulegu millibili. Þá má minna sig á að við erum mannleg og getum ekki verið fullkomin að þessu leyti. Ef loftslagsáhyggjur verða of miklar er hætt við að okkur fallist hendur og verðum vonleysinu að bráð. Við gætum jafnvel reiðst yfir aðgerðaleysi annarra sem aðeins kemur niður á okkar líðan. Hér má minna sig á að aðrir eru mannlegir eins og við. Mannskepnan hefur alltaf átt erfitt með að horfast í augu við alvarlega atburði svo sem veikindi og hamfarir. Við höldum gjarnan að ekkert slæmt komi fyrir okkur og förum gjarnan í afneitun þegar upp koma erfiðleikar. Til skamms tíma reynist okkur auðveldara tilfinningalega að stinga hausnum í sandinn. Hvernig má draga úr loftslagskvíða? Þegar loftslagskvíði er orðinn alltumlykjandi er ástæða til að gera eitthvað í málunum. Til dæmis þegar við erum meira og minna með stanslausar áhyggjur og náum ekki að slaka á og njóta lífsins. Okkur finnst við jafnvel ekki mega líta glaðan dag og taka lífinu létt inn á milli. Það getur hins vegar alveg farið saman að taka ábyrgð á framtíðinni og að leyfa sér að njóta líðandi stundar. Ef við erum gjörn á áhyggjur höfum við líkast til lítið óvissuþol og eigum erfitt með að vita ekki hvernig hlutirnir fara. Hins vegar er nú lífið þannig að við vitum aldrei hvað gerist næst og erfiðleikar óhjákvæmilegir. Gott getur verið að æfa sig að þola við í óvissunni með því að segja við sig: „svo fer sem fer”, en ákveða samt að leggja sitt af mörkum til loftslagsmála og huga að hamingju sinni og annarra. Til að auka óvissuþol má æfa sig í að sækja í óvissu á ýmsum sviðum. Til dæmis með því að gera eitthvað óvænt, taka smávægilegar áhættur, fara ótroðnar slóðir, rækta hæfileika sína og breyta til. Einnig er mikilvægt að leyfa sér að gera stundum mistök, vera mannlegur og dæma sig og aðra ekki of hart fyrir að fara stundum út af sporinu. Ef þessi ráð duga ekki til, hvetjum við fólk til að leita sér sérhæfðrar aðstoðar en það má vel ná góðum tökum á áhyggjum og kvíða. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun