Lífið

Tvíburar Ragnhildar Steinunnar og Hauks Inga komnir í heiminn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Drengirnir fæddust 25. mars.
Drengirnir fæddust 25. mars.
„Brúðkaupshnoðrarnir okkar komu í heiminn mánudaginn 25.mars eftir drauma fæðingu,“ segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir í færslu á Facebook en hún og Haukur Ingi Guðnason eignuðust tvíbura í vikunni, eineggja drengi.

„Rúmar 10 merkur hvor og báðir 46,5 cm. Við fjölskyldan erum endalaust þakklát fyrir þessa hraustu og fallegu viðbót við fjölskylduna. Lífið er fallegt. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra frábæru ljósmæðra sem hafa hugsað um okkur síðustu daga,“ segir Ragnhildur og birtir myndir af nýju fjölskyldumeðlimunum.

Fyrir áttu þau tvö börn og nú er fjölskyldan orðin sex manna. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.