Viðskipti innlent

Agnes, Eva og Heiðdís til FlyOver Iceland

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Agnes, Eva og Heiðdís munu stýra FlyOver Iceland.
Agnes, Eva og Heiðdís munu stýra FlyOver Iceland. Mynd/Samsett
FlyOver Iceland hefur ráðið Agnesi Gunnarsdóttur sem framkvæmdastjóra félagsins, Evu Eiríksdóttur sem markaðsstjóra og Heiðdísi Einarsdóttur sem sölustjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FlyOver Iceland.Flyover Iceland er í tilkynningu lýst sem „einstakri háloftaheimsókn“ þar sem gestum er boðið í sýndarflugferð yfir náttúru Íslands. Notast er við nýjustu tækni í kvikmyndagerð til að gefa sem sannasta mynd af stórkostlegu landslagi landsins. FlyOver Iceland er til húsa á Fiskislóð úti á Granda en stefnt er að opnun í sumar.Agnes var framkvæmdastjóri Perlan Museum á árunum 2015 til 2017. Þar tók hún þátt í uppbyggingu einnar stærstu fjárfestingar í ferðaþjónustu á Íslandi. Þar áður var hún framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Íslenska Gámafélaginu. Agnes hefur starfað sem stundakennari við Háskólann á Bifröst frá árinu 2013 og hefur einnig starfað sem viðskiptaráðgjafi hjá Verus ehf. Hún hefur Mastersgráðu í stjórnun og markaðssetningu frá Háskólanum á Bifröst.Eva var markaðsstjóri Norðurflug Helicopter Tours frá 2017-2018. Þar áður var hún verkefnastjóri hjá félaginu. Eva starfaði nýlega hjá Svartagaldri, tæknifyrirtæki í stafrænni markaðssetningu, og hefur þar að auki bakgrunn úr ferðaþjónustu. Hún er með MS gráðu í Nýsköpun og Viðskiptaþróun frá Háskóla Íslands.Heiðdís var þjónustustjóri hjá Þjóðminjasafni Íslands frá árinu 2017. Þar áður starfaði hún Hjá Höfuðborgarstofu, fyrst sem verkefnastjóri Gestakorts Reykjavíkur og seinna sem verkefnastjóri erlendra samskipta og markaðs- og kynningarmála. Heiðdís er með MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,19
1
50
FESTI
0,71
5
78.975
SIMINN
0,31
1
50
ARION
0,07
2
55.980

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.