Aron og Arnór ekki með gegn Frakklandi í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2019 08:55 Aron Pálmarsson verður ekki með Íslandi í dag. Vísir/Getty Hvorki Aron Pálmarsson né Arnór Þór Gunnarsson verða með Íslandi þegar liðið mætir Frakklandi á HM í handbolta í Köln klukkan 19.30 í kvöld. Guðmundur Guðmundsson hefur gert tvær breytingar á leikmannahópi Íslands og kallað á þá Hauk Þrastarson og Óðinn Þór Ríkharðsson. Báðir verða því með í leiknum í kvöld. Haukur hefur verið með íslenska landsliðinu ytra sem sautjándi maður í hóp en Óðinn Þór, sem leikur með GOG í Danmörku, kemur til móts við hópinn í hádeginu. Aron og Arnór meiddust báðir í tapleiknum gegn Þýskalandi í gær. Aron fékk tak í nárann eftir 20 mínútna leik og kom ekki meira við sögu. Arnór Þór meiddist aftan í læri snemma í síðari hálfleik. Báðir hafa spilað vel fyrir ungt lið Íslands í Þýskalandi og eru í hópi reyndustu leikmanna landsliðsins. Aron leikur með Barcelona á Spáni og Arnór Þór er í hópi markahæstu leikmanna þýsku 1. deildarinnar. Hvert lið má gera þrjár breytingar á meðan heimsmeistarakeppninni stendur. Það er því ljóst að Aron og Arnór munu ekki báðir snúa aftur í íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Brasilíu á miðvikudag, en annar þeirra á möguleika á því. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Hvorki Aron Pálmarsson né Arnór Þór Gunnarsson verða með Íslandi þegar liðið mætir Frakklandi á HM í handbolta í Köln klukkan 19.30 í kvöld. Guðmundur Guðmundsson hefur gert tvær breytingar á leikmannahópi Íslands og kallað á þá Hauk Þrastarson og Óðinn Þór Ríkharðsson. Báðir verða því með í leiknum í kvöld. Haukur hefur verið með íslenska landsliðinu ytra sem sautjándi maður í hóp en Óðinn Þór, sem leikur með GOG í Danmörku, kemur til móts við hópinn í hádeginu. Aron og Arnór meiddust báðir í tapleiknum gegn Þýskalandi í gær. Aron fékk tak í nárann eftir 20 mínútna leik og kom ekki meira við sögu. Arnór Þór meiddist aftan í læri snemma í síðari hálfleik. Báðir hafa spilað vel fyrir ungt lið Íslands í Þýskalandi og eru í hópi reyndustu leikmanna landsliðsins. Aron leikur með Barcelona á Spáni og Arnór Þór er í hópi markahæstu leikmanna þýsku 1. deildarinnar. Hvert lið má gera þrjár breytingar á meðan heimsmeistarakeppninni stendur. Það er því ljóst að Aron og Arnór munu ekki báðir snúa aftur í íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Brasilíu á miðvikudag, en annar þeirra á möguleika á því.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira