Heiðarleiki Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. mars 2019 10:00 Allt frá hruni hefur þjóðin borið lítið sem ekkert traust til bankakerfisins enda eru stjórnendur þess með ofurlaun á sama tíma og bankinn hirðir alls kyns óþarfa gjöld af viðskiptavinum. Það ætti að vera nánast ómögulegt fyrir aðrar stofnanir að skáka bönkunum í óvinsældum. Íslenskum stjórnmálamönnum hefur samt tekist það. Í nýrri mælingu Gallups á trausti til stofnana kemur í ljós að traust almennings á Alþingi og borgarstjórn Reykjavíkur er enn minna en á bönkunum. Traust til Alþingis var að hífast upp, en þá fóru nokkrir fulltrúar þjóðarinnar á alræmt fyllirí. Þeir sitja enn á þingi, í óþökk þjóðarinnar. Nú er traust til Alþingis 18 prósent og í sömu könnun mælist minnst traust til borgarstjórnar eða 16 prósent. Það hefur ekki farið framhjá þjóðinni að algjör ringulreið ríkir í Ráðhúsinu og hún sér enga ástæðu til að treysta þeim fulltrúum sínum sem þar sitja. Klögumálin sem ganga á milli þessara fylkinga eru ekki sæmandi kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Þar ber minnihlutinn reyndar mun meiri sök en meirihlutinn, en burtséð frá því þá er ljóst að gríðarleg orka fer í argaþras þegar hún ætti að nýtast til uppbyggilegra starfa í þágu borgarbúa. Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar, á Alþingi og í Ráðhúsinu, eiga mikið verk fyrir höndum ætli þeir sér að endurheimta traust þjóðarinnar. Ekki er sjálfsagt að það takist. Það má samt koma auga á ljósglætu. Á sama tíma og þjóðin er enn eina ferðina að gefast upp á stjórnmálamönnum sínum var forsætisráðherra þjóðarinnar, Katrín Jakobsdóttir, yngsti kvenleiðtogi Evrópu, valin ein af tuttugu áhrifamestu konum heims af viðskiptatímaritinu CEO Magazine. Tímaritið sagði konurnar á listanum eiga það sameiginlegt að vilja og leitast við að gera heiminn betri – og það veitir svo sannarlega ekki af því. Landsmenn ættu að vera stoltir af Katrínu Jakobsdóttur, hvort sem þeir fylgja flokki hennar að málum eða ekki. Hún er heiðarleg og hreinskilin, hörkudugleg og með jarðsamband. Fyrir ekki ýkja mörgum árum áttu Íslendingar aðra konu sem gegndi starfi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, og hafði einnig þessa eiginleika til að bera, en á sínum tíma setti Forbes hana á lista yfir valdamestu konur heims. Síst af öllu hafa Katrín og Jóhanna gert sig sekar um að skandalísera úti í bæ, eins og of margir stjórnmálamenn hafa á samviskunni, og yfirleitt komist upp með. Mjög var þjarmað að Jóhönnu á sínum tíma og Katrín fær sömuleiðis sínar skammir. Enginn stjórnmálamaður er hafinn yfir gagnrýni en það mega þessar tvær konur eiga að hvorug þeirra verður kennd við klækjastjórnmál. Það þarf fleiri þeirra líka í stjórnmálin. Það er nóg komið af stjórnmálamönnum sem stunda framapot af mikilli elju, telja ýmiss konar hrossakaup vera sjálfsagðan hluta af starfinu og hafa um leið stórar og miklar hugmyndir um eigið ágæti. Ef heiðarleiki væri ríkjandi afl í íslenskri pólitík væri traust til stjórnmálamanna mun meira en nú er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá hruni hefur þjóðin borið lítið sem ekkert traust til bankakerfisins enda eru stjórnendur þess með ofurlaun á sama tíma og bankinn hirðir alls kyns óþarfa gjöld af viðskiptavinum. Það ætti að vera nánast ómögulegt fyrir aðrar stofnanir að skáka bönkunum í óvinsældum. Íslenskum stjórnmálamönnum hefur samt tekist það. Í nýrri mælingu Gallups á trausti til stofnana kemur í ljós að traust almennings á Alþingi og borgarstjórn Reykjavíkur er enn minna en á bönkunum. Traust til Alþingis var að hífast upp, en þá fóru nokkrir fulltrúar þjóðarinnar á alræmt fyllirí. Þeir sitja enn á þingi, í óþökk þjóðarinnar. Nú er traust til Alþingis 18 prósent og í sömu könnun mælist minnst traust til borgarstjórnar eða 16 prósent. Það hefur ekki farið framhjá þjóðinni að algjör ringulreið ríkir í Ráðhúsinu og hún sér enga ástæðu til að treysta þeim fulltrúum sínum sem þar sitja. Klögumálin sem ganga á milli þessara fylkinga eru ekki sæmandi kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Þar ber minnihlutinn reyndar mun meiri sök en meirihlutinn, en burtséð frá því þá er ljóst að gríðarleg orka fer í argaþras þegar hún ætti að nýtast til uppbyggilegra starfa í þágu borgarbúa. Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar, á Alþingi og í Ráðhúsinu, eiga mikið verk fyrir höndum ætli þeir sér að endurheimta traust þjóðarinnar. Ekki er sjálfsagt að það takist. Það má samt koma auga á ljósglætu. Á sama tíma og þjóðin er enn eina ferðina að gefast upp á stjórnmálamönnum sínum var forsætisráðherra þjóðarinnar, Katrín Jakobsdóttir, yngsti kvenleiðtogi Evrópu, valin ein af tuttugu áhrifamestu konum heims af viðskiptatímaritinu CEO Magazine. Tímaritið sagði konurnar á listanum eiga það sameiginlegt að vilja og leitast við að gera heiminn betri – og það veitir svo sannarlega ekki af því. Landsmenn ættu að vera stoltir af Katrínu Jakobsdóttur, hvort sem þeir fylgja flokki hennar að málum eða ekki. Hún er heiðarleg og hreinskilin, hörkudugleg og með jarðsamband. Fyrir ekki ýkja mörgum árum áttu Íslendingar aðra konu sem gegndi starfi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, og hafði einnig þessa eiginleika til að bera, en á sínum tíma setti Forbes hana á lista yfir valdamestu konur heims. Síst af öllu hafa Katrín og Jóhanna gert sig sekar um að skandalísera úti í bæ, eins og of margir stjórnmálamenn hafa á samviskunni, og yfirleitt komist upp með. Mjög var þjarmað að Jóhönnu á sínum tíma og Katrín fær sömuleiðis sínar skammir. Enginn stjórnmálamaður er hafinn yfir gagnrýni en það mega þessar tvær konur eiga að hvorug þeirra verður kennd við klækjastjórnmál. Það þarf fleiri þeirra líka í stjórnmálin. Það er nóg komið af stjórnmálamönnum sem stunda framapot af mikilli elju, telja ýmiss konar hrossakaup vera sjálfsagðan hluta af starfinu og hafa um leið stórar og miklar hugmyndir um eigið ágæti. Ef heiðarleiki væri ríkjandi afl í íslenskri pólitík væri traust til stjórnmálamanna mun meira en nú er.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun