Öryggi sjúklinga Alma Dagbjört Möller skrifar 16. september 2019 07:00 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur ákveðið að 17. september verði alþjóðadagur öryggis sjúklinga. Mikilvægt er að nota daginn til að vekja athygli á öryggi sjúklinga og til hvatningar um að gera betur. Með öryggi sjúklinga er átt við að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður hefur reynst erfitt að tryggja öryggi í heilbrigðisþjónustu sem verður sífellt flóknari, en áætlað er að um 10% sjúklinga á sjúkrahúsum á Vesturlöndum verði fyrir einhvers konar atviki. Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt og brýnt að bæta úr. Með atviki er átt við að eitthvað fer úrskeiðis við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklings, hvort heldur það veldur sjúklingi skaða eða ekki og hver svo sem skýringin er. Algengustu flokkar atvika eru byltur, lyfjatengd atvik, sýkingar og legusár. Víða er unnið með markvissum hætti til að fyrirbyggja slík atvik, starfsfólki til hróss. Talið er að megi fyrirbyggja allt að 50% atvika og spara þannig bæði þjáningar og fjármuni. Til að efla öryggi sjúklinga þarf að huga að mörgum þáttum. Eitt er að auka þekkingu og vitund bæði heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga um hvar hættur geti leynst. Annað er að skapa umgjörð og verkferla sem koma í veg fyrir eða minnka hættu á atvikum. Öryggismenning ríkir þegar öryggi er í öndvegi. Rannsóknir sýna að þegar alvarleg atvik verða er sjaldan einhverju einu um að kenna heldur leggst margt á eitt. Mikilvægt er að læra af hverju einasta atviki, þar sem áherslan er ekki að finna blóraböggul heldur gera úrbætur á kerfislægum þáttum til að hindra að atvik endurtaki sig. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á mikilvægi stjórnvalda. Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram Heilbrigðisstefnu þar sem áhersla er m.a. á bætta mönnun sem er forsenda öryggis. Þá hefur landlæknir lagt fram Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu en öryggi er mikilvægur þáttur gæða. Brýnt er að innleiðing beggja takist sem best. Til þess að efla öryggi þurfa allir að hjálpast að; stjórnvöld, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Vinnum saman að bættu öryggi sjúklinga, við verðum! Alma Dagbjört Möller, landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Alma D. Möller Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur ákveðið að 17. september verði alþjóðadagur öryggis sjúklinga. Mikilvægt er að nota daginn til að vekja athygli á öryggi sjúklinga og til hvatningar um að gera betur. Með öryggi sjúklinga er átt við að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður hefur reynst erfitt að tryggja öryggi í heilbrigðisþjónustu sem verður sífellt flóknari, en áætlað er að um 10% sjúklinga á sjúkrahúsum á Vesturlöndum verði fyrir einhvers konar atviki. Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt og brýnt að bæta úr. Með atviki er átt við að eitthvað fer úrskeiðis við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklings, hvort heldur það veldur sjúklingi skaða eða ekki og hver svo sem skýringin er. Algengustu flokkar atvika eru byltur, lyfjatengd atvik, sýkingar og legusár. Víða er unnið með markvissum hætti til að fyrirbyggja slík atvik, starfsfólki til hróss. Talið er að megi fyrirbyggja allt að 50% atvika og spara þannig bæði þjáningar og fjármuni. Til að efla öryggi sjúklinga þarf að huga að mörgum þáttum. Eitt er að auka þekkingu og vitund bæði heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga um hvar hættur geti leynst. Annað er að skapa umgjörð og verkferla sem koma í veg fyrir eða minnka hættu á atvikum. Öryggismenning ríkir þegar öryggi er í öndvegi. Rannsóknir sýna að þegar alvarleg atvik verða er sjaldan einhverju einu um að kenna heldur leggst margt á eitt. Mikilvægt er að læra af hverju einasta atviki, þar sem áherslan er ekki að finna blóraböggul heldur gera úrbætur á kerfislægum þáttum til að hindra að atvik endurtaki sig. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á mikilvægi stjórnvalda. Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram Heilbrigðisstefnu þar sem áhersla er m.a. á bætta mönnun sem er forsenda öryggis. Þá hefur landlæknir lagt fram Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu en öryggi er mikilvægur þáttur gæða. Brýnt er að innleiðing beggja takist sem best. Til þess að efla öryggi þurfa allir að hjálpast að; stjórnvöld, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Vinnum saman að bættu öryggi sjúklinga, við verðum! Alma Dagbjört Möller, landlæknir.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun