Hvernig geta minnstu skólar landsins skarað frammúr? Kristrún Lind Birgisdóttir skrifar 9. september 2019 09:16 Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi fyrir helgi að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Einn viðamesti málaflokkur sveitarfélaganna er rekstur leik- og grunnskóla sem er einn stærsti útgjaldaliðurinn og einnig einn sá viðkvæmasti. Líklegt er því að mál málanna þegar sveitarfélögin takast á verði óttinn við að missa skólana úr sínu þorpi eða sinni sveit. Í ljósi sögunnar er ástæða til að óttast slíkar tilfæringar enda í eðli okkar sem erum ekki netfædd að draga þá ályktun að eina leiðin (og sú leið sem við þekkjum best) sé að koma sem flestum börnum saman á einn stað og að það hljóti að vera ávísun á betra og/eða hagkvæmara skólastarf.Úreltar röksemdarfærslur Rökin fyrir sameiningu skóla hafa lengi verið rædd; að fjárfesting í skólahúsnæði sparist, að bekkjarstærðir stækki, að nemendur komist í kynni við stærri félagahópa og að rekstrarkostnaður lækki. Allt voru þetta rökréttar ályktanir fyrir 20 árum síðan. Heimurinn í dag er í lófanum á netfæddum börnum og þeim er nú þegar ansi margt til listanna lagt. Þegar þetta er skrifað er 8 ára sonur minn að nýta sér netheima til að velta fyrir sér muninum á trilljón og billjón ásamt frænkum sínum á Ítalíu og vini sínum í Hong Kong. Þarna eru mörk sveitarfélaga eða landamæri engin hindrun. Kynslóð þeirra mun aldrei líta á hús sem nauðsynlegan samkomustað til að læra eða tala við fólk. Skóli getur verið tölva við borðstofuborð, þar sem barnið situr með hundinn í fanginu. Skóli þarf ekki að vera það musteri sem hann er oft í huga okkar sem eldri erum. Nám á að vera fjölbreytt, bæði í tíma og rúmi. Tækifæri felast í því að nýta sameininguna til að koma til móts við þarfir netfæddra barna með markvissu samstarfi og samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Með öðrum orðum, með færri sveitarfélögum gefst tækifæri til þess að búa til nýja stafræna innviði á milli starfsfólks og nemenda í fámennum leik- og grunnskólum en slíkt þarf að gera tímanlega og markvisst ef sameiningin á ekki að verða til þess að kippa fótunum undan rekstri og skólastarfi fámennra skóla.Samstarf er lykillinn Kanada og Alaska eru gríðarlega víðfeðm landsvæði en þar hefur mikill árangur náðst á síðustu árum með því að tengja saman kennara í svipuðum störfum, bæði staðbundið og í gegnum netið. Lögð var áhersla á að ýta undir menningu og sérstöðu hvers svæðis ásamt því að auka samstarf. Engin slík þróun eða samstarf hefur verið í gangi hér á landi á leik- og grunnskólastigi á síðustu árum á milli fámennra sveitarfélaga. Fyrir næstum 20 árum árum síðan voru settir fjármunir í þróun fjarkennsluhátta á Vestfjörðum sem gekk vel og varð til þess að kennarar voru samnýttir á milli skóla. En í þá daga voru kennsluhættir hefðbundnir og ekki gert ráð fyrir að nemendur væru virkir þátttakendur á skjánum. Allt netumhverfi okkar er gjörbreytt og nú er nánast hver mannsbarn frá 12 ára aldri sítengt og vel þjálfað í fjarsamskiptum og flestir skólar vel búnir tækjum. Við eigum ekki að fækka skólum. Þvert á móti ættum við að stefna að því að fjölga þeim - og fjölbreyttum leiðum til náms, koma betur til móts við þarfir allra barna og styðja þau á markvissan hátt til að takast á við áskoranir sem munu mæta þeim í síbreytilegum heimi. Landsbyggðin getur brugðist hratt við og orðið leiðandi í fyrirmyndarstarfsháttum fyrir stærri sveitarfélög landsins, öllum nemendum til góðs.Kristrún Lind Birgisdóttir - framkvæmdastjóri - Trappa ráðgjöf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi fyrir helgi að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Einn viðamesti málaflokkur sveitarfélaganna er rekstur leik- og grunnskóla sem er einn stærsti útgjaldaliðurinn og einnig einn sá viðkvæmasti. Líklegt er því að mál málanna þegar sveitarfélögin takast á verði óttinn við að missa skólana úr sínu þorpi eða sinni sveit. Í ljósi sögunnar er ástæða til að óttast slíkar tilfæringar enda í eðli okkar sem erum ekki netfædd að draga þá ályktun að eina leiðin (og sú leið sem við þekkjum best) sé að koma sem flestum börnum saman á einn stað og að það hljóti að vera ávísun á betra og/eða hagkvæmara skólastarf.Úreltar röksemdarfærslur Rökin fyrir sameiningu skóla hafa lengi verið rædd; að fjárfesting í skólahúsnæði sparist, að bekkjarstærðir stækki, að nemendur komist í kynni við stærri félagahópa og að rekstrarkostnaður lækki. Allt voru þetta rökréttar ályktanir fyrir 20 árum síðan. Heimurinn í dag er í lófanum á netfæddum börnum og þeim er nú þegar ansi margt til listanna lagt. Þegar þetta er skrifað er 8 ára sonur minn að nýta sér netheima til að velta fyrir sér muninum á trilljón og billjón ásamt frænkum sínum á Ítalíu og vini sínum í Hong Kong. Þarna eru mörk sveitarfélaga eða landamæri engin hindrun. Kynslóð þeirra mun aldrei líta á hús sem nauðsynlegan samkomustað til að læra eða tala við fólk. Skóli getur verið tölva við borðstofuborð, þar sem barnið situr með hundinn í fanginu. Skóli þarf ekki að vera það musteri sem hann er oft í huga okkar sem eldri erum. Nám á að vera fjölbreytt, bæði í tíma og rúmi. Tækifæri felast í því að nýta sameininguna til að koma til móts við þarfir netfæddra barna með markvissu samstarfi og samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Með öðrum orðum, með færri sveitarfélögum gefst tækifæri til þess að búa til nýja stafræna innviði á milli starfsfólks og nemenda í fámennum leik- og grunnskólum en slíkt þarf að gera tímanlega og markvisst ef sameiningin á ekki að verða til þess að kippa fótunum undan rekstri og skólastarfi fámennra skóla.Samstarf er lykillinn Kanada og Alaska eru gríðarlega víðfeðm landsvæði en þar hefur mikill árangur náðst á síðustu árum með því að tengja saman kennara í svipuðum störfum, bæði staðbundið og í gegnum netið. Lögð var áhersla á að ýta undir menningu og sérstöðu hvers svæðis ásamt því að auka samstarf. Engin slík þróun eða samstarf hefur verið í gangi hér á landi á leik- og grunnskólastigi á síðustu árum á milli fámennra sveitarfélaga. Fyrir næstum 20 árum árum síðan voru settir fjármunir í þróun fjarkennsluhátta á Vestfjörðum sem gekk vel og varð til þess að kennarar voru samnýttir á milli skóla. En í þá daga voru kennsluhættir hefðbundnir og ekki gert ráð fyrir að nemendur væru virkir þátttakendur á skjánum. Allt netumhverfi okkar er gjörbreytt og nú er nánast hver mannsbarn frá 12 ára aldri sítengt og vel þjálfað í fjarsamskiptum og flestir skólar vel búnir tækjum. Við eigum ekki að fækka skólum. Þvert á móti ættum við að stefna að því að fjölga þeim - og fjölbreyttum leiðum til náms, koma betur til móts við þarfir allra barna og styðja þau á markvissan hátt til að takast á við áskoranir sem munu mæta þeim í síbreytilegum heimi. Landsbyggðin getur brugðist hratt við og orðið leiðandi í fyrirmyndarstarfsháttum fyrir stærri sveitarfélög landsins, öllum nemendum til góðs.Kristrún Lind Birgisdóttir - framkvæmdastjóri - Trappa ráðgjöf
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar