Fyrirlitlegir vindbelgir Sif Sigmarsdóttir skrifar 14. september 2019 09:00 Lýðræðið er í krísu í Bretlandi. Reiðiköll fylltu neðri deild breska þingsins í vikunni þegar þinghaldi var frestað um fimm vikur. „Skammastu þín!“ hrópuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að Boris Johnson forsætisráðherra er hann yfirgaf þingsal. Orðið „þöggun“ sveif yfir vötnum – og höfðum – á heimagerðum skiltum þingmanna. Flestum ber saman um að þessi lengsta þingfrestun frá því í síðari heimsstyrjöldinni sé ófyrirleitin tilraun Johnsons til að koma í veg fyrir að þingið geti blandað sér í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem áætluð er 31. október. Breska þingið vill ekki Brexit án samnings. Boris Johnson er hins vegar staðráðinn í að Brexit verði að veruleika á tilsettum tíma „óháð afleiðingum“ – sem gætu orðið hærra matvælaverð í Bretlandi, lyfjaskortur og óeirðir á götum úti. En Johnson leiðir ekki aðeins hjá sér svartsýnisspár heldur líka lýðræðislegar leikreglur. Á dögunum samþykkti þingið lagafrumvarp sem tryggir að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verði frestað takist ekki samningar við sambandið fyrir miðjan október. Johnson gefur í skyn að hann kunni að hunsa lögin. Ekki nóg með það. Æðsti dómstóll Skotlands komst í vikunni að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefði verið ólögmæt. Hæstiréttur Bretlands mun skera úr um málið í næstu viku. Það er ekki aðeins stjórnarandstaðan í Bretlandi sem óttast um afdrif lýðræðisins undir stjórn Johnsons. „Hve þunnur spónn er siðmenning okkar,“ skrifar Matthew Parris, félagi í Íhaldsflokknum og dálkahöfundur breska dagblaðsins The Times, í tregafullum pistli um stöðu mála. „Vert er að muna að rotnun stjórnmála hefst ekki alltaf með valdaráni heldur litlum, lævísum skrefum.“ Parris kennir Johnson þó ekki um hvernig komið er. „Satt er að Johnson er vindbelgur og fyrirlitlegur tækifærissinni,“ skrifar Parris. „En slíkir menn verða alltaf til, sveimandi ránfuglar við ystu brún vandræða í stjórnmálum. Þeir stofna ekki til vandræðanna; þeir nærast á þeim. Fjaðrahamur Johnsons kann að vera hrífandi, en fugl sá er hrææta.“ En hverjum er þá um að kenna? Alþingi Íslendinga var sett í vikunni. Við þingsetningu gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðræðishefðina að umtalsefni. Hann sagði að við mættum „varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu“. Skildu margir það sem svo að hann vísaði í uppþot um þriðja orkupakkann. Í stefnuræðu sinni vék Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra orðum að popúlískum hreyfingum sem vex víða fiskur um hrygg og leiðir „þeirra ófyrirleitnu“ til að komast til valda. Áhyggjur íslenskra valdhafa af heilbrigði lýðræðisins hér á landi eru ekki úr lausu lofti gripnar. Hvernig lýðræðinu reiðir af er hins vegar undir þeim sjálfum komið. Flestir virðast búnir að gleyma að Brexit kom ekki til vegna kröfu bresks almennings. Brexit-hrakfarir Breta hófust þegar veikgeðja leiðtogar Íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn uppgangi and-Evrópuflokksins UKIP. Árið 2015 fékk UKIP 12,6% atkvæða í þingkosningum, fylgi sem flokkurinn tók að mestu frá Íhaldsflokknum. Þessi 12,6% nægðu ekki til að komast til áhrifa, en þau nægðu til að stjaka við ríkjandi valdajafnvægi. Við Íslendingar höfum eignast okkar eigin flokk „tækifærissinna“, hóp „sveimandi ránfugla“ í leit að vandræðum. Þriðji orkupakkinn var Brexit hræætanna í Miðflokknum. Rétt eins og UKIP á sínum tíma mælist flokkurinn með 12-13% fylgi í skoðanakönnunum. Lýðræðið stendur víða höllum fæti. Stóra spurningin er þó ekki: Mun Miðflokkurinn komast í ríkisstjórn? Stóra spurningin er: Hvernig munu hinir flokkarnir bregðast við fylgi hans? Lýðræðishefðinni er aðeins borgið ef öðrum flokkum tekst það sem breska Íhaldsflokknum tókst ekki: Að standast freistinguna að bítast um hræin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Lýðræðið er í krísu í Bretlandi. Reiðiköll fylltu neðri deild breska þingsins í vikunni þegar þinghaldi var frestað um fimm vikur. „Skammastu þín!“ hrópuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að Boris Johnson forsætisráðherra er hann yfirgaf þingsal. Orðið „þöggun“ sveif yfir vötnum – og höfðum – á heimagerðum skiltum þingmanna. Flestum ber saman um að þessi lengsta þingfrestun frá því í síðari heimsstyrjöldinni sé ófyrirleitin tilraun Johnsons til að koma í veg fyrir að þingið geti blandað sér í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem áætluð er 31. október. Breska þingið vill ekki Brexit án samnings. Boris Johnson er hins vegar staðráðinn í að Brexit verði að veruleika á tilsettum tíma „óháð afleiðingum“ – sem gætu orðið hærra matvælaverð í Bretlandi, lyfjaskortur og óeirðir á götum úti. En Johnson leiðir ekki aðeins hjá sér svartsýnisspár heldur líka lýðræðislegar leikreglur. Á dögunum samþykkti þingið lagafrumvarp sem tryggir að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verði frestað takist ekki samningar við sambandið fyrir miðjan október. Johnson gefur í skyn að hann kunni að hunsa lögin. Ekki nóg með það. Æðsti dómstóll Skotlands komst í vikunni að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefði verið ólögmæt. Hæstiréttur Bretlands mun skera úr um málið í næstu viku. Það er ekki aðeins stjórnarandstaðan í Bretlandi sem óttast um afdrif lýðræðisins undir stjórn Johnsons. „Hve þunnur spónn er siðmenning okkar,“ skrifar Matthew Parris, félagi í Íhaldsflokknum og dálkahöfundur breska dagblaðsins The Times, í tregafullum pistli um stöðu mála. „Vert er að muna að rotnun stjórnmála hefst ekki alltaf með valdaráni heldur litlum, lævísum skrefum.“ Parris kennir Johnson þó ekki um hvernig komið er. „Satt er að Johnson er vindbelgur og fyrirlitlegur tækifærissinni,“ skrifar Parris. „En slíkir menn verða alltaf til, sveimandi ránfuglar við ystu brún vandræða í stjórnmálum. Þeir stofna ekki til vandræðanna; þeir nærast á þeim. Fjaðrahamur Johnsons kann að vera hrífandi, en fugl sá er hrææta.“ En hverjum er þá um að kenna? Alþingi Íslendinga var sett í vikunni. Við þingsetningu gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðræðishefðina að umtalsefni. Hann sagði að við mættum „varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu“. Skildu margir það sem svo að hann vísaði í uppþot um þriðja orkupakkann. Í stefnuræðu sinni vék Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra orðum að popúlískum hreyfingum sem vex víða fiskur um hrygg og leiðir „þeirra ófyrirleitnu“ til að komast til valda. Áhyggjur íslenskra valdhafa af heilbrigði lýðræðisins hér á landi eru ekki úr lausu lofti gripnar. Hvernig lýðræðinu reiðir af er hins vegar undir þeim sjálfum komið. Flestir virðast búnir að gleyma að Brexit kom ekki til vegna kröfu bresks almennings. Brexit-hrakfarir Breta hófust þegar veikgeðja leiðtogar Íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn uppgangi and-Evrópuflokksins UKIP. Árið 2015 fékk UKIP 12,6% atkvæða í þingkosningum, fylgi sem flokkurinn tók að mestu frá Íhaldsflokknum. Þessi 12,6% nægðu ekki til að komast til áhrifa, en þau nægðu til að stjaka við ríkjandi valdajafnvægi. Við Íslendingar höfum eignast okkar eigin flokk „tækifærissinna“, hóp „sveimandi ránfugla“ í leit að vandræðum. Þriðji orkupakkinn var Brexit hræætanna í Miðflokknum. Rétt eins og UKIP á sínum tíma mælist flokkurinn með 12-13% fylgi í skoðanakönnunum. Lýðræðið stendur víða höllum fæti. Stóra spurningin er þó ekki: Mun Miðflokkurinn komast í ríkisstjórn? Stóra spurningin er: Hvernig munu hinir flokkarnir bregðast við fylgi hans? Lýðræðishefðinni er aðeins borgið ef öðrum flokkum tekst það sem breska Íhaldsflokknum tókst ekki: Að standast freistinguna að bítast um hræin.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun