Instagram prófar að fela „lækfjölda“ Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2019 07:34 Yfirmaður hjá Facebook vonar að breytingarnar verði til þess að fólk deili frekar því sem það hefur áhuga á í stað þess að sækjast eftir "likes“. Vísir/Getty Samfélagsmiðillinn Instagram mun hefja nýja tilraun í því skyni að sporna við félagslegri pressu sem margir notendur segjast finna fyrir á miðlinum. Tilraunin gengur út á það að fela þau „like“ sem einstaklingar fá á færslurnar sínar og mun hefjast í nokkrum löndum í dag, þar á meðal í Ástralíu og Japan. Á vef BBC kemur fram að í stað fjölda munu notendur nú einungis sjá ákveðið notendanafn og „aðrir“ þegar kemur fram hverjum líkar við færslur. Þeir sem birta færsluna geta þó sjálfir geta séð hversu mörgum líkar við hana en aðrir notendur munu ekki sjá þann fjölda nema þeir ýti sérstaklega á yfirlit yfir hverjum hefur líkað við færsluna. Ákveðið var að ráðast í tilraunina eftir að umræða um vanlíðan notenda fór að verða meira áberandi. Notendur, þá sérstaklega ungir notendur, töluðu um aukna félagslega pressu sem fylgdi samfélagsmiðlinum og hversu miklu máli það skipti þau að fá tiltekinn fjölda „likes“ á færslur sínar. Var þetta talið ýta undir verra sjálfstraust og oft brotna sjálfsmynd. Mia Garlick, yfirmaður hjá Facebook í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, segir vonir bundnar við að tilraunin muni skila sér í betri upplifun notenda og að markmiðið sé að fólk geti farið að einblína meira á að „segja sína sögu“ en að fá tiltekin fjölda til þess að líka við færslurnar sínar. „Við vonum að þessi tilraun muni fjarlægja þá pressu sem fylgir því að fylgjast með fjölda „likes“ á færslur,“ sagði hún. Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. 19. júní 2019 14:46 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Instagram mun hefja nýja tilraun í því skyni að sporna við félagslegri pressu sem margir notendur segjast finna fyrir á miðlinum. Tilraunin gengur út á það að fela þau „like“ sem einstaklingar fá á færslurnar sínar og mun hefjast í nokkrum löndum í dag, þar á meðal í Ástralíu og Japan. Á vef BBC kemur fram að í stað fjölda munu notendur nú einungis sjá ákveðið notendanafn og „aðrir“ þegar kemur fram hverjum líkar við færslur. Þeir sem birta færsluna geta þó sjálfir geta séð hversu mörgum líkar við hana en aðrir notendur munu ekki sjá þann fjölda nema þeir ýti sérstaklega á yfirlit yfir hverjum hefur líkað við færsluna. Ákveðið var að ráðast í tilraunina eftir að umræða um vanlíðan notenda fór að verða meira áberandi. Notendur, þá sérstaklega ungir notendur, töluðu um aukna félagslega pressu sem fylgdi samfélagsmiðlinum og hversu miklu máli það skipti þau að fá tiltekinn fjölda „likes“ á færslur sínar. Var þetta talið ýta undir verra sjálfstraust og oft brotna sjálfsmynd. Mia Garlick, yfirmaður hjá Facebook í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, segir vonir bundnar við að tilraunin muni skila sér í betri upplifun notenda og að markmiðið sé að fólk geti farið að einblína meira á að „segja sína sögu“ en að fá tiltekin fjölda til þess að líka við færslurnar sínar. „Við vonum að þessi tilraun muni fjarlægja þá pressu sem fylgir því að fylgjast með fjölda „likes“ á færslur,“ sagði hún.
Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. 19. júní 2019 14:46 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. 19. júní 2019 14:46
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent