Instagram prófar að fela „lækfjölda“ Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2019 07:34 Yfirmaður hjá Facebook vonar að breytingarnar verði til þess að fólk deili frekar því sem það hefur áhuga á í stað þess að sækjast eftir "likes“. Vísir/Getty Samfélagsmiðillinn Instagram mun hefja nýja tilraun í því skyni að sporna við félagslegri pressu sem margir notendur segjast finna fyrir á miðlinum. Tilraunin gengur út á það að fela þau „like“ sem einstaklingar fá á færslurnar sínar og mun hefjast í nokkrum löndum í dag, þar á meðal í Ástralíu og Japan. Á vef BBC kemur fram að í stað fjölda munu notendur nú einungis sjá ákveðið notendanafn og „aðrir“ þegar kemur fram hverjum líkar við færslur. Þeir sem birta færsluna geta þó sjálfir geta séð hversu mörgum líkar við hana en aðrir notendur munu ekki sjá þann fjölda nema þeir ýti sérstaklega á yfirlit yfir hverjum hefur líkað við færsluna. Ákveðið var að ráðast í tilraunina eftir að umræða um vanlíðan notenda fór að verða meira áberandi. Notendur, þá sérstaklega ungir notendur, töluðu um aukna félagslega pressu sem fylgdi samfélagsmiðlinum og hversu miklu máli það skipti þau að fá tiltekinn fjölda „likes“ á færslur sínar. Var þetta talið ýta undir verra sjálfstraust og oft brotna sjálfsmynd. Mia Garlick, yfirmaður hjá Facebook í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, segir vonir bundnar við að tilraunin muni skila sér í betri upplifun notenda og að markmiðið sé að fólk geti farið að einblína meira á að „segja sína sögu“ en að fá tiltekin fjölda til þess að líka við færslurnar sínar. „Við vonum að þessi tilraun muni fjarlægja þá pressu sem fylgir því að fylgjast með fjölda „likes“ á færslur,“ sagði hún. Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. 19. júní 2019 14:46 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Instagram mun hefja nýja tilraun í því skyni að sporna við félagslegri pressu sem margir notendur segjast finna fyrir á miðlinum. Tilraunin gengur út á það að fela þau „like“ sem einstaklingar fá á færslurnar sínar og mun hefjast í nokkrum löndum í dag, þar á meðal í Ástralíu og Japan. Á vef BBC kemur fram að í stað fjölda munu notendur nú einungis sjá ákveðið notendanafn og „aðrir“ þegar kemur fram hverjum líkar við færslur. Þeir sem birta færsluna geta þó sjálfir geta séð hversu mörgum líkar við hana en aðrir notendur munu ekki sjá þann fjölda nema þeir ýti sérstaklega á yfirlit yfir hverjum hefur líkað við færsluna. Ákveðið var að ráðast í tilraunina eftir að umræða um vanlíðan notenda fór að verða meira áberandi. Notendur, þá sérstaklega ungir notendur, töluðu um aukna félagslega pressu sem fylgdi samfélagsmiðlinum og hversu miklu máli það skipti þau að fá tiltekinn fjölda „likes“ á færslur sínar. Var þetta talið ýta undir verra sjálfstraust og oft brotna sjálfsmynd. Mia Garlick, yfirmaður hjá Facebook í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, segir vonir bundnar við að tilraunin muni skila sér í betri upplifun notenda og að markmiðið sé að fólk geti farið að einblína meira á að „segja sína sögu“ en að fá tiltekin fjölda til þess að líka við færslurnar sínar. „Við vonum að þessi tilraun muni fjarlægja þá pressu sem fylgir því að fylgjast með fjölda „likes“ á færslur,“ sagði hún.
Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. 19. júní 2019 14:46 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. 19. júní 2019 14:46
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent