Sport

KA bikarmeistari annað árið í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
KA menn fagna sigrinum
KA menn fagna sigrinum mynd/ka
KA er bikarmeistari karla í blaki eftir öruggan sigur á Álftanesi í úrslitaleiknum í dag.

Þetta er annað árið í röð sem KA verður bikarmeistari karla.

KA vann í þremur hrinum, 3-0, en það var þó Álftanes sem byrjaði leikinn mun betur. Álftnesingar komust í 12-7 í fyrstu hrinu áður en KA kom til baka og jafnaði leikinn. KA tók fyrstu hrinuna 25-22.

Önnur hrina var mjög spennandi og Álftanes var skrefinu á undan nær alla hrinuna. KA komst hins vegar yfir á ögurstundu og vann 25-23.

Í þriðju hrinunni var KA hins vegar með yfirhöndina og vann örugglega 25-17 og því leikinn 3-0.

Fyrr í dag varð kvennalið KA bikarmeistari eftir sigur á HK svo KA er tvöfaldur bikarmeistari í blaki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.