Auðlindagjald hamlar þekkingariðnaði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 9. október 2019 07:30 Mikilvægt skref fyrir nýsköpunarstefnu Íslands, sem kynnt var á föstudag, væri að afnema auðlindagjald á sjávarútveg. Tæknifyrirtækjum hér á landi ætti að vera hægara um vik að ná fótfestu á þeim vettvangi vegna aðstæðna í atvinnulífinu. Tæknifyrirtæki í sjávarútvegi geta stigið sín fyrstu skref í að þjónusta öflugan heimamarkað. Því er ekki að heilsa í öðrum atvinnugreinum; í ferðaþjónustu eru of mörg lítil fyrirtæki og álfyrirtækin eru fá. Fyrir örþjóð á eyju sem er fjarri öðrum mörkuðum er dýrmætt að tæknifyrirtæki geti þróað tæki og tól fyrir sjávarútveg. Takist það er auðveldara að selja erlendis. Nú munu margir ærast. Íslenskur sjávarútvegur greiðir meira í opinber gjöld en gerist með öðrum þjóðum. Þeir sem tala fyrir auðlindagjaldi, helst ríkulegu, á sjávarútveg átta sig ekki á að þeir vega að íslenskum þekkingariðnaði og góðum störfum fyrir komandi kynslóðir. Það þarf nefnilega að átta sig á samhengi hlutanna. Kvótakerfið varð undirstaða hagvaxtar á Íslandi. Án þess væru lífsgæði hér mun minni. Það þarf að horfa á málið í stærra samhengi en ekki einblína sífellt á auknar skatttekjur og ríkidæmi einstakra kvótakónga sem hafa keypt nær allan sinn kvóta. Sú þröngsýni er skaðleg. Misráðið var að leggja auðlindagjald á greinina. Aukin skattheimta dregur úr getu fyrirtækjanna til að fjárfesta í tækni, sem er þeim nauðsynleg til að skara fram úr, og það hamlar aftur framgangi þekkingarfyrirtækja, einkum þeirra sem hafa ekki enn burði til að sækja á erlenda markaði. Auk þess getur skattheimtan leitt til þess að sjávarútvegur missi stöðu sína sem hefur keðjuverkandi áhrif. Það var skynsamlegt af Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur nýsköpunarráðherra að kalla eftir nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Mistakist okkur að byggja upp þekkingariðnað munu lífsgæði hér dragast aftur úr nágrönnum okkar og störfin verða einhæfari. Æskilegt er að reyna að byggja upp klasa tæknifyrirtækja í sjávarútvegi, eins og þekkist með hugbúnaðarfyrirtæki í Kísildalnum. Innan klasa verða fyrirtæki öflugri en ella í ljósi aukinnar samkeppni, ríkara samstarfs og jarðvegurinn fyrir reksturinn er frjórri. Það er meðal annars vegna heppilegra samstarfsfyrirtækja, fjölda starfsfólks með viðeigandi þekkingu og hið opinbera leitast við að styðja við starfsemina til dæmis með réttu námsframboði og skynsamlegri skattheimtu. Ísland þarf að byggja á sínum styrkleikum þegar kemur að uppbyggingu klasa. Rökrétt er að horfa til sjávarútvegs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Nýsköpun Sjávarútvegur Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt skref fyrir nýsköpunarstefnu Íslands, sem kynnt var á föstudag, væri að afnema auðlindagjald á sjávarútveg. Tæknifyrirtækjum hér á landi ætti að vera hægara um vik að ná fótfestu á þeim vettvangi vegna aðstæðna í atvinnulífinu. Tæknifyrirtæki í sjávarútvegi geta stigið sín fyrstu skref í að þjónusta öflugan heimamarkað. Því er ekki að heilsa í öðrum atvinnugreinum; í ferðaþjónustu eru of mörg lítil fyrirtæki og álfyrirtækin eru fá. Fyrir örþjóð á eyju sem er fjarri öðrum mörkuðum er dýrmætt að tæknifyrirtæki geti þróað tæki og tól fyrir sjávarútveg. Takist það er auðveldara að selja erlendis. Nú munu margir ærast. Íslenskur sjávarútvegur greiðir meira í opinber gjöld en gerist með öðrum þjóðum. Þeir sem tala fyrir auðlindagjaldi, helst ríkulegu, á sjávarútveg átta sig ekki á að þeir vega að íslenskum þekkingariðnaði og góðum störfum fyrir komandi kynslóðir. Það þarf nefnilega að átta sig á samhengi hlutanna. Kvótakerfið varð undirstaða hagvaxtar á Íslandi. Án þess væru lífsgæði hér mun minni. Það þarf að horfa á málið í stærra samhengi en ekki einblína sífellt á auknar skatttekjur og ríkidæmi einstakra kvótakónga sem hafa keypt nær allan sinn kvóta. Sú þröngsýni er skaðleg. Misráðið var að leggja auðlindagjald á greinina. Aukin skattheimta dregur úr getu fyrirtækjanna til að fjárfesta í tækni, sem er þeim nauðsynleg til að skara fram úr, og það hamlar aftur framgangi þekkingarfyrirtækja, einkum þeirra sem hafa ekki enn burði til að sækja á erlenda markaði. Auk þess getur skattheimtan leitt til þess að sjávarútvegur missi stöðu sína sem hefur keðjuverkandi áhrif. Það var skynsamlegt af Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur nýsköpunarráðherra að kalla eftir nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Mistakist okkur að byggja upp þekkingariðnað munu lífsgæði hér dragast aftur úr nágrönnum okkar og störfin verða einhæfari. Æskilegt er að reyna að byggja upp klasa tæknifyrirtækja í sjávarútvegi, eins og þekkist með hugbúnaðarfyrirtæki í Kísildalnum. Innan klasa verða fyrirtæki öflugri en ella í ljósi aukinnar samkeppni, ríkara samstarfs og jarðvegurinn fyrir reksturinn er frjórri. Það er meðal annars vegna heppilegra samstarfsfyrirtækja, fjölda starfsfólks með viðeigandi þekkingu og hið opinbera leitast við að styðja við starfsemina til dæmis með réttu námsframboði og skynsamlegri skattheimtu. Ísland þarf að byggja á sínum styrkleikum þegar kemur að uppbyggingu klasa. Rökrétt er að horfa til sjávarútvegs.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar