Halldór: Vantaði þann stóra og auðvitað er það sárt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2019 19:58 Halldór Jóhann er hættur með FH. vísir/bára Halldór Sigfússon, þjálfari FH, viðurkenndi að sínir menn hefðu mætt ofjörlum sínum í Eyjum í kvöld er FH datt úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla. „ÍBV var mjög sterkt í leiknum. Við byrjuðum ágætlega en svo misstum við taktinn og gerðum alltof einföldum mistökum eins og í fyrri leiknum. Þetta hefur verið okkar saga frá bikarhelginni. Þetta hefur verið erfitt og ekki nógu góður gangur í liðinu,“ sagði Halldór. Staða FH var alls ekki í góð í hálfleik, enda sjö mörkum undir, 19-12. „Ég reyndi að berja trú í mannskapinn að þetta væri hægt. Við spiluðum miklu betur í seinni hálfleik en þeim fyrri og það var okkar besti hálfleikur í einvíginu. En það vantaði bara svo mikið upp á og þeir voru miklu betri á öllum sviðum. Það er mjög erfitt að detta út í 8-liða úrslitum, 2-0,“ sagði Halldór. Eftir að Fimleikafélagið varð bikarmeistari í mars hefur loftið farið úr FH-blöðrunni. „Við höfum átt slakari leiki eftir bikarhelgina. Við höfum átt góða leiki inni á milli en ekki höfum ekki náð okkur á strik í stóru leikjunum. Við spiluðum mjög vel í bikarhelginni og lönduðum einum af stóru titlunum. En það er mjög erfitt að kveðja liðið eftir 2-0 tap í 8-liða úrslitum. Íþróttirnar geta verið grimmar,“ sagði Halldór sem stýrði FH í síðasta sinn í kvöld. Hann kveðst sáttur með þau fimm ár sem hann var hjá FH. „Ég er mjög sáttur við okkar vinnu. Ég held ég geti gengið ágætlega stoltur frá borði. Á þessum árum unnum við nokkra titla og fórum tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitil. Það vantaði þann stóra og auðvitað er það sárt,“ sagði Halldór. „Það má ekki gleyma því að við enduðum í 4. sæti deildarinnar í vetur þrátt fyrir að vera spáð neðar. Við vorum með lið á borð ÍBV og Aftureldingu fyrir aftan okkur.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Sjá meira
Halldór Sigfússon, þjálfari FH, viðurkenndi að sínir menn hefðu mætt ofjörlum sínum í Eyjum í kvöld er FH datt úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla. „ÍBV var mjög sterkt í leiknum. Við byrjuðum ágætlega en svo misstum við taktinn og gerðum alltof einföldum mistökum eins og í fyrri leiknum. Þetta hefur verið okkar saga frá bikarhelginni. Þetta hefur verið erfitt og ekki nógu góður gangur í liðinu,“ sagði Halldór. Staða FH var alls ekki í góð í hálfleik, enda sjö mörkum undir, 19-12. „Ég reyndi að berja trú í mannskapinn að þetta væri hægt. Við spiluðum miklu betur í seinni hálfleik en þeim fyrri og það var okkar besti hálfleikur í einvíginu. En það vantaði bara svo mikið upp á og þeir voru miklu betri á öllum sviðum. Það er mjög erfitt að detta út í 8-liða úrslitum, 2-0,“ sagði Halldór. Eftir að Fimleikafélagið varð bikarmeistari í mars hefur loftið farið úr FH-blöðrunni. „Við höfum átt slakari leiki eftir bikarhelgina. Við höfum átt góða leiki inni á milli en ekki höfum ekki náð okkur á strik í stóru leikjunum. Við spiluðum mjög vel í bikarhelginni og lönduðum einum af stóru titlunum. En það er mjög erfitt að kveðja liðið eftir 2-0 tap í 8-liða úrslitum. Íþróttirnar geta verið grimmar,“ sagði Halldór sem stýrði FH í síðasta sinn í kvöld. Hann kveðst sáttur með þau fimm ár sem hann var hjá FH. „Ég er mjög sáttur við okkar vinnu. Ég held ég geti gengið ágætlega stoltur frá borði. Á þessum árum unnum við nokkra titla og fórum tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitil. Það vantaði þann stóra og auðvitað er það sárt,“ sagði Halldór. „Það má ekki gleyma því að við enduðum í 4. sæti deildarinnar í vetur þrátt fyrir að vera spáð neðar. Við vorum með lið á borð ÍBV og Aftureldingu fyrir aftan okkur.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Sjá meira
Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30