71 prósent Selfossliðsins var ekki fætt þegar að liðið fór síðast í úrslit Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2019 11:30 Haukur Þrastarson var -9 ára þegar að Selfoss fór síðast í úrslit. mynd/selfoss Selfyssingar komust í gærkvöldi í lokaúrslit Olís-deildar karla í handbolta þegar að liðið vann Val, 29-26, í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra en með því sópaði Selfoss Valsmönnum úr keppni. Selfoss hafnaði í öðru sæti Olís-deildarinnar í vetur og vann flestu leikina annað tímabilið í röð en Valsmenn enduðu í þriðja sæti. Hlíðarendapiltar voru án tveggja mjög sterkra leikmanna í úrslitakeppninni og voru Selfyssingar sterkari í rimmunni eins og úrslitin gefa til kynna. Þetta er í annað sinn í sögunni sem að Selfoss kemst í lokaúrslitin en síðast gerðist það árið 1992. Hin víðfræga Mjaltavel Selfyssinga tapaði þá fyrir FH, 3-1, í lokaúrslitunum en Selfoss tapaði einmitt í oddaleik fyrir FH í undanúrslitunum í fyrra.27 ár eru frá því að Selfoss afrekaði þetta síðast.morgunblaðiðEftir að gera sér lítið fyrir og vinna Víkinga með þá Birgi Sigurðsson, Bjarka Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson og núverandi landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í liðinu á útivelli í undanúrslitunum 1992 kláruðu Selfyssingar einvígið heima með 31-27 sigri þar sem að Einar Gunnar Sigurðsson skoraði níu mörk og Siggi Sveins átta mörk. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Selfossi 25. apríl 1992 og kláraðist í framlengingu í frábærri stemningu á Selfossi. Svo mikill var hávaðinn að dómarar leiksins þurftu að nota öðruvísi flautur í leiknum svo að eitthvað myndi heyrast. Selfoss-liðið hans Patreks Jóhannssonar er ungt að árum og svo ungt að fæstir leikmenn þess voru fæddir þegar að liðið komst síðast í úrslit með því að leggja stórskotalið Víkinga, 2-0, í undanúrslitunum árið 1992.Aðeins fjórir leikmenn af fjórtán (29 prósent) á skýrslu í gær og hafa verið að spila leikina í úrslitakeppninni voru fæddirþegar að Selfoss spilaði síðast til úrslita fyrir 27 árum. Guðni Ingvarsson man kannski helst eftir því en hann var sex ára gamall. Eini Selfyssingurinn af þessum fjórum er Árni Steinn Steinþórsson en ólíklegt er að hann hafi verið mættur á völlinn aðeins eins árs gamall. Undrabarnið Haukur Þrastarson var ekki einu sinni orðinn hugmynd á þessum tíma en níu ár liðu frá því að Selfoss komst í lokaúrslitin þar til að Haukur kom í heiminn.Voru fæddir: Guðni Ingvarsson: 1986 (sex ára) Pawel Kiepulski: 1987 (fimm ára) Atli Ævar Ingólfsson: 1988 (fjögurra ára) Árni Steinn Steinþórsson: 1991 (eins árs)Voru ekki fæddir: Sverrir Pálsson: 1994 Sölvi Ólafsson: 1995 Elvar Örn Jónsson: 1997 Hergeir Grímsson: 1997 Nökkvi Dan Elliðason: 1997 Alexander Már Egan: 1997 Hannes Höskuldson: 1999 Guðjón Baldur Ómarsson: 2000 Haukur Þrastarson: 2001 Tryggvi Þórisson: 2002 Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur: Auðvitað getum við unnið titilinn Patrekur Jóhannesson kíkti í Seinni bylgjuna í spjall eftir að sópa Valsmönnum í undanúrslitum. 7. maí 2019 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-26 | Sópurinn á lofti og Selfoss í úrslit Selfoss er komið í úrslit en Valur í sumarfrí. 6. maí 2019 22:15 Haukur: Komnir þangað sem við viljum vera Haukur var öflugur í kvöld. 6. maí 2019 21:52 Snorri Steinn: Þeir unnu okkur 3-0 og þá eru þeir 3-0 betri en við Fyrrum landsliðsmaðurinn var svekktur í kvöld. 6. maí 2019 21:42 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Selfyssingar komust í gærkvöldi í lokaúrslit Olís-deildar karla í handbolta þegar að liðið vann Val, 29-26, í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra en með því sópaði Selfoss Valsmönnum úr keppni. Selfoss hafnaði í öðru sæti Olís-deildarinnar í vetur og vann flestu leikina annað tímabilið í röð en Valsmenn enduðu í þriðja sæti. Hlíðarendapiltar voru án tveggja mjög sterkra leikmanna í úrslitakeppninni og voru Selfyssingar sterkari í rimmunni eins og úrslitin gefa til kynna. Þetta er í annað sinn í sögunni sem að Selfoss kemst í lokaúrslitin en síðast gerðist það árið 1992. Hin víðfræga Mjaltavel Selfyssinga tapaði þá fyrir FH, 3-1, í lokaúrslitunum en Selfoss tapaði einmitt í oddaleik fyrir FH í undanúrslitunum í fyrra.27 ár eru frá því að Selfoss afrekaði þetta síðast.morgunblaðiðEftir að gera sér lítið fyrir og vinna Víkinga með þá Birgi Sigurðsson, Bjarka Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson og núverandi landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í liðinu á útivelli í undanúrslitunum 1992 kláruðu Selfyssingar einvígið heima með 31-27 sigri þar sem að Einar Gunnar Sigurðsson skoraði níu mörk og Siggi Sveins átta mörk. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Selfossi 25. apríl 1992 og kláraðist í framlengingu í frábærri stemningu á Selfossi. Svo mikill var hávaðinn að dómarar leiksins þurftu að nota öðruvísi flautur í leiknum svo að eitthvað myndi heyrast. Selfoss-liðið hans Patreks Jóhannssonar er ungt að árum og svo ungt að fæstir leikmenn þess voru fæddir þegar að liðið komst síðast í úrslit með því að leggja stórskotalið Víkinga, 2-0, í undanúrslitunum árið 1992.Aðeins fjórir leikmenn af fjórtán (29 prósent) á skýrslu í gær og hafa verið að spila leikina í úrslitakeppninni voru fæddirþegar að Selfoss spilaði síðast til úrslita fyrir 27 árum. Guðni Ingvarsson man kannski helst eftir því en hann var sex ára gamall. Eini Selfyssingurinn af þessum fjórum er Árni Steinn Steinþórsson en ólíklegt er að hann hafi verið mættur á völlinn aðeins eins árs gamall. Undrabarnið Haukur Þrastarson var ekki einu sinni orðinn hugmynd á þessum tíma en níu ár liðu frá því að Selfoss komst í lokaúrslitin þar til að Haukur kom í heiminn.Voru fæddir: Guðni Ingvarsson: 1986 (sex ára) Pawel Kiepulski: 1987 (fimm ára) Atli Ævar Ingólfsson: 1988 (fjögurra ára) Árni Steinn Steinþórsson: 1991 (eins árs)Voru ekki fæddir: Sverrir Pálsson: 1994 Sölvi Ólafsson: 1995 Elvar Örn Jónsson: 1997 Hergeir Grímsson: 1997 Nökkvi Dan Elliðason: 1997 Alexander Már Egan: 1997 Hannes Höskuldson: 1999 Guðjón Baldur Ómarsson: 2000 Haukur Þrastarson: 2001 Tryggvi Þórisson: 2002
Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur: Auðvitað getum við unnið titilinn Patrekur Jóhannesson kíkti í Seinni bylgjuna í spjall eftir að sópa Valsmönnum í undanúrslitum. 7. maí 2019 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-26 | Sópurinn á lofti og Selfoss í úrslit Selfoss er komið í úrslit en Valur í sumarfrí. 6. maí 2019 22:15 Haukur: Komnir þangað sem við viljum vera Haukur var öflugur í kvöld. 6. maí 2019 21:52 Snorri Steinn: Þeir unnu okkur 3-0 og þá eru þeir 3-0 betri en við Fyrrum landsliðsmaðurinn var svekktur í kvöld. 6. maí 2019 21:42 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Patrekur: Auðvitað getum við unnið titilinn Patrekur Jóhannesson kíkti í Seinni bylgjuna í spjall eftir að sópa Valsmönnum í undanúrslitum. 7. maí 2019 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-26 | Sópurinn á lofti og Selfoss í úrslit Selfoss er komið í úrslit en Valur í sumarfrí. 6. maí 2019 22:15
Snorri Steinn: Þeir unnu okkur 3-0 og þá eru þeir 3-0 betri en við Fyrrum landsliðsmaðurinn var svekktur í kvöld. 6. maí 2019 21:42