Handbolti

Haukur: Komnir þangað sem við viljum vera

Arnar Helgi Magnússon skrifar
Haukur fyrr á leiktíðinni.
Haukur fyrr á leiktíðinni. vísir/bára
„Það var bara geggjað að fá að klára þetta í okkar húsi,“ sagði Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss, eftir sigurinn á Val í kvöld.

 

Með sigrinum tryggðu Selfyssingar sér farseðil í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

 

„Þetta voru allt 50/50 leikir og hefðu allir getað dottið hvoru megin sem var. Sem betur fer datt þetta okkar megin. Valsararnir eru með hörkulið og þetta var mjög erfið sería þó að hún hafi farið 3-0.“

 

Selfyssingar náðu góðri forystu í síðari hálfleik og var Haukur ánægður með að liðið hafi náð að halda þeirri forystu.

 

 „Við höfum verið svolítið í því að glutra niður forskoti þegar við erum komnir með það. Ég var virkilega ánægður með það að við höfum náð að halda þessi forskoti allt til enda.“

 

Íslandsmeistaratitillinn er kominn í augnsýn og þangað ætlar Selfoss, að sögn Hauks.

 

„Við erum komnir þangað sem við viljum vera. Við stefnum að sjálfsögðu á Íslandsmeistaratitilinn.“

 

Haukur bætti því að lokum við að honum væri alveg sama hvort að Selfoss myndi mæta Haukum eða ÍBV í úrslitaeinvíginu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×