Afneitun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. október 2019 13:00 Umhverfisstofnun birti nýlega yfirlýsingu á vef sínum þar sem áréttað var að loftslagsbreytingar væru staðreynd og að áhrifin yrðu alvarleg yrði ekki gripið í taumana. Stofnun eins og þessi ætti ekki að þurfa að senda frá sér slíka yfirlýsingu. Við lifum í upplýstu þjóðfélagi þar sem tekið er mark á niðurstöðum vísindamanna um loftslagsmál. Við erum ekki þjóð sem afneitar þeim vegna þess að þær þykja óþægilegar og raska þeirri heimsmynd sem við viljum búa við. Eða hvað? Fyrrnefnd yfirlýsing er áminning um að í okkar litla þjóðfélagi hefur hreiðrað um sig hópur afneitunarsinna í loftslagsmálum. Þeir grípa öll hálmstrá til að geta haldið málflutningi sínum á lofti. Sumir í þessum hópi gera það af því að fyrir einhverjum árum ákváðu þeir að tal um loftslagsbreytingar af mannavöldum væri eitt af þeim vitlausu málum sem vinstri menn og þeirra nótar hefðu tekið upp á sína arma. Þessi hópur manna kann illa við að hafa rangt fyrir sér og finnst niðurlægjandi að viðurkenna að skoðun þeirra hafi verið kolröng. Einhverjir klóra í bakkann og segja eitthvað á þessa leið: „Við sögðum aldrei að loftslagsbreytingar væru ekki af mannavöldum. Við vorum allan tímann að vara við öfgum í umræðunni.“ Ekki sjá þeir ástæðu til að nefna hvaða öfgum þeir hafi allan tímann verið að mótmæla. Staðreyndin er sú að þeir vilja ekki lengur muna hvað þeir sögðu og vonast til að aðrir muni það ekki orðrétt. Í þeirra huga skiptir öllu að bjarga egóinu. Þeir höfðu rangt fyrir sér, héldu áfram að hafa rangt fyrir sér og hafa enn rangt fyrir sér. Þessum hópi manna hefur örugglega hlýnað verulega um hjartarætur þegar um 500 manns, að stórum hluta verkfræðingar, hagfræðingar og viðskiptamenn, settu nýlega nafn sitt við alþjóðlega yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Þarna átti að vera enn ein sönnun þess að vísindamenn væru ósammála um að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum. Litlu skipti þótt þeir sem lagt höfðu nafn sitt við þetta plagg hefðu enga sérþekkingu á loftslagsvísindum. Öllum afneitunarsinnum er tekið fagnandi og slengt á þá vísindastimpli ef það hentar málstaðnum. Langflestir gera sér grein fyrir hættunni sem mannkynið hefur kallað yfir sig með kæruleysislegri umgengni um jörðina. Á þessa vá verður ekki nægilega oft minnst. Það er því fagnaðarefni hversu mikla athygli bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið, hefur vakið. Hann naut ráðgjafar færustu vísindamanna í verki sem ber með sér að höfundurinn hefur lagt í það alla sína krafta og hugvit. Útkoman er bæði glæsileg og sannfærandi. Afneitunarsinnar fá örugglega óbragð í munninn þegar minnst er á þessa bók, en aðrir hljóta að fagna því að þjóðin á framsýnan rithöfund sem hikar hvergi við að minna á að við getum ekki lengur setið með hendur í skauti og vonað að hlutir lagist. Við þurfum að bregðast við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Umhverfismál Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Sjá meira
Umhverfisstofnun birti nýlega yfirlýsingu á vef sínum þar sem áréttað var að loftslagsbreytingar væru staðreynd og að áhrifin yrðu alvarleg yrði ekki gripið í taumana. Stofnun eins og þessi ætti ekki að þurfa að senda frá sér slíka yfirlýsingu. Við lifum í upplýstu þjóðfélagi þar sem tekið er mark á niðurstöðum vísindamanna um loftslagsmál. Við erum ekki þjóð sem afneitar þeim vegna þess að þær þykja óþægilegar og raska þeirri heimsmynd sem við viljum búa við. Eða hvað? Fyrrnefnd yfirlýsing er áminning um að í okkar litla þjóðfélagi hefur hreiðrað um sig hópur afneitunarsinna í loftslagsmálum. Þeir grípa öll hálmstrá til að geta haldið málflutningi sínum á lofti. Sumir í þessum hópi gera það af því að fyrir einhverjum árum ákváðu þeir að tal um loftslagsbreytingar af mannavöldum væri eitt af þeim vitlausu málum sem vinstri menn og þeirra nótar hefðu tekið upp á sína arma. Þessi hópur manna kann illa við að hafa rangt fyrir sér og finnst niðurlægjandi að viðurkenna að skoðun þeirra hafi verið kolröng. Einhverjir klóra í bakkann og segja eitthvað á þessa leið: „Við sögðum aldrei að loftslagsbreytingar væru ekki af mannavöldum. Við vorum allan tímann að vara við öfgum í umræðunni.“ Ekki sjá þeir ástæðu til að nefna hvaða öfgum þeir hafi allan tímann verið að mótmæla. Staðreyndin er sú að þeir vilja ekki lengur muna hvað þeir sögðu og vonast til að aðrir muni það ekki orðrétt. Í þeirra huga skiptir öllu að bjarga egóinu. Þeir höfðu rangt fyrir sér, héldu áfram að hafa rangt fyrir sér og hafa enn rangt fyrir sér. Þessum hópi manna hefur örugglega hlýnað verulega um hjartarætur þegar um 500 manns, að stórum hluta verkfræðingar, hagfræðingar og viðskiptamenn, settu nýlega nafn sitt við alþjóðlega yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Þarna átti að vera enn ein sönnun þess að vísindamenn væru ósammála um að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum. Litlu skipti þótt þeir sem lagt höfðu nafn sitt við þetta plagg hefðu enga sérþekkingu á loftslagsvísindum. Öllum afneitunarsinnum er tekið fagnandi og slengt á þá vísindastimpli ef það hentar málstaðnum. Langflestir gera sér grein fyrir hættunni sem mannkynið hefur kallað yfir sig með kæruleysislegri umgengni um jörðina. Á þessa vá verður ekki nægilega oft minnst. Það er því fagnaðarefni hversu mikla athygli bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið, hefur vakið. Hann naut ráðgjafar færustu vísindamanna í verki sem ber með sér að höfundurinn hefur lagt í það alla sína krafta og hugvit. Útkoman er bæði glæsileg og sannfærandi. Afneitunarsinnar fá örugglega óbragð í munninn þegar minnst er á þessa bók, en aðrir hljóta að fagna því að þjóðin á framsýnan rithöfund sem hikar hvergi við að minna á að við getum ekki lengur setið með hendur í skauti og vonað að hlutir lagist. Við þurfum að bregðast við.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar