Upphitun: Formúlan snýr aftur til Asíu Bragi Þórðarson skrifar 20. september 2019 16:30 Lewis Hamilton vann í Singapúr í fyrra á leið sinni að heimsmeistaratitlinum. Getty Fimmtánda umferðin í Formúlu 1 fer fram um helgina. Nú þegar evrópska tímabilinu er lokið er förinni heitið til Singapúr. Brautin þar í landi er ein sú magnaðasti á tímabilinu. Ekið verður að nóttu til en Singapúr kappaksturinn var sá fyrsti til að vera haldin í myrkri þegar hann var fyrst haldinn árið 2008. Marina Bay brautin er rétt rúmir fimm kílómetrar og er frekar þröng eins og venjan er með götubrautir. Því skiptir vænghönnun meira máli en afl vélarinnar og er því talið að Red Bull hafi bestu bílanna um helgina. Verstappen ók hraðast á fyrstu æfingu.GettyVerstappen hraðastur á fyrstu æfinguÞetta sannaði liðið þegar að Max Verstappen setti hraðasta tímann á fyrstu æfingu keppninnar. Valtteri Bottas klessti Mercedes bíl sínum harkalega á þessari sömu æfingu og virtist tjónið vera talsvert. Eftir ungverska kappakstur leit út fyrir að Verstappen gæti hugsanlega farið að berjast við Lewis Hamilton um heimsmeistaratitilinn. Slæmur árangur bæði í Belgíu og Ítalíu gerði út um sigurvonir Hollendingsins. Hamilton og Mercedes hafa verið allsráðandi í Formúlu 1 í ár. Í raun er bara spurning hvenær en ekki hvort Hamilton tryggir sér sinn sjötta titil. Formúla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fimmtánda umferðin í Formúlu 1 fer fram um helgina. Nú þegar evrópska tímabilinu er lokið er förinni heitið til Singapúr. Brautin þar í landi er ein sú magnaðasti á tímabilinu. Ekið verður að nóttu til en Singapúr kappaksturinn var sá fyrsti til að vera haldin í myrkri þegar hann var fyrst haldinn árið 2008. Marina Bay brautin er rétt rúmir fimm kílómetrar og er frekar þröng eins og venjan er með götubrautir. Því skiptir vænghönnun meira máli en afl vélarinnar og er því talið að Red Bull hafi bestu bílanna um helgina. Verstappen ók hraðast á fyrstu æfingu.GettyVerstappen hraðastur á fyrstu æfinguÞetta sannaði liðið þegar að Max Verstappen setti hraðasta tímann á fyrstu æfingu keppninnar. Valtteri Bottas klessti Mercedes bíl sínum harkalega á þessari sömu æfingu og virtist tjónið vera talsvert. Eftir ungverska kappakstur leit út fyrir að Verstappen gæti hugsanlega farið að berjast við Lewis Hamilton um heimsmeistaratitilinn. Slæmur árangur bæði í Belgíu og Ítalíu gerði út um sigurvonir Hollendingsins. Hamilton og Mercedes hafa verið allsráðandi í Formúlu 1 í ár. Í raun er bara spurning hvenær en ekki hvort Hamilton tryggir sér sinn sjötta titil.
Formúla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira