Guðmundur: „Misnotuðum allt of mörg dauðafæri“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júní 2019 20:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Vísir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tyrkjum í Laugardalshöll á morgun og þarf sigur til þess að tryggja sig inn á EM. Íslenska liðið mætti Grikkjum á miðvikudag ytra og var heppið að sleppa með jafntefli. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er búinn að fara vel yfir þann leik. „Mér fannst í sjálfu sér fyrri hálfleikurinn nokkuð vel leikinn. Það komu auðvitað einhver mistök í vörn en eftir 21 mínútu voru þeir búnir að gera sex mörk á okkur svo vörnin var að halda vel,“ sagði Guðmundur við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu landsliðsins. „Við byrjum síðari hálfleik bara afspyrnu illa. Þeir gera þrjú mörk á tveimur og hálfri mínútu. Það var mjög dýrt að hleypa þeim þannig lagað inn í leikinn og alls ekki það sem við ætluðum okkur.“ „Svo getum við sagt sem svo að það eiga sér stað einstaklingsmistök í vörninni þar sem við töpum maður á móti manni, þeir eru mjög erfiðir þar og mjög hraðir. Við misnotum allt of mörg dauðafæri, ein átta dauðafæri í seinni hálfleik, og það er bara of mikið.“ Var það eitthvað einbeitingarleysi sem var ástæðan á baki frammistöðunnar, eða hver er skýringin að mati Guðmunds? „Í fyrsta lagi, ekki það að ég ætli að fara að afsaka mig eitthvað gagnvart svona hlutum, en ferðalagið í kringum þennan leik þegar allt er talið er 50 klukkutímar. Það tók okkur 36 klukkutíma að koma okkur á þennan stað, fellt niður flug og þetta var mjög erfitt. Það er eitt.“ „Við töluðum um það mjög gaumgæfilega í hálfleik að við ætluðum að mæta á fullu í seinni hálfleikinn, við áttuðum okkur á því að þetta var erfiður útivöllur, þess vegna var ég mjög ósáttur með einbeitinguna í síðari hálfleik að þessu leiti,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur: Þurfum að koma báðum fótum á EM EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Ísland enn í lykilstöðu eftir óvænt jafntefli í Grikklandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta fór langleiðina á EM 2020 í gær þrátt fyrir að hafa verið stálheppið að fá stig gegn Grikkjum á útivelli. 13. júní 2019 08:00 Þægileg staða fyrir lokaumferðina hjá Íslandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því tyrkneska í lokaumferð undankeppni EM 2020 á morgun. 15. júní 2019 02:00 Skelfilegt gengi Íslands á útivelli heldur áfram Íslenska landsliðsins í handbolta hefur átt erfitt uppdráttar fyrir utan landsteinanna undanfarin misseri. 13. júní 2019 09:30 Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tyrkjum í Laugardalshöll á morgun og þarf sigur til þess að tryggja sig inn á EM. Íslenska liðið mætti Grikkjum á miðvikudag ytra og var heppið að sleppa með jafntefli. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er búinn að fara vel yfir þann leik. „Mér fannst í sjálfu sér fyrri hálfleikurinn nokkuð vel leikinn. Það komu auðvitað einhver mistök í vörn en eftir 21 mínútu voru þeir búnir að gera sex mörk á okkur svo vörnin var að halda vel,“ sagði Guðmundur við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu landsliðsins. „Við byrjum síðari hálfleik bara afspyrnu illa. Þeir gera þrjú mörk á tveimur og hálfri mínútu. Það var mjög dýrt að hleypa þeim þannig lagað inn í leikinn og alls ekki það sem við ætluðum okkur.“ „Svo getum við sagt sem svo að það eiga sér stað einstaklingsmistök í vörninni þar sem við töpum maður á móti manni, þeir eru mjög erfiðir þar og mjög hraðir. Við misnotum allt of mörg dauðafæri, ein átta dauðafæri í seinni hálfleik, og það er bara of mikið.“ Var það eitthvað einbeitingarleysi sem var ástæðan á baki frammistöðunnar, eða hver er skýringin að mati Guðmunds? „Í fyrsta lagi, ekki það að ég ætli að fara að afsaka mig eitthvað gagnvart svona hlutum, en ferðalagið í kringum þennan leik þegar allt er talið er 50 klukkutímar. Það tók okkur 36 klukkutíma að koma okkur á þennan stað, fellt niður flug og þetta var mjög erfitt. Það er eitt.“ „Við töluðum um það mjög gaumgæfilega í hálfleik að við ætluðum að mæta á fullu í seinni hálfleikinn, við áttuðum okkur á því að þetta var erfiður útivöllur, þess vegna var ég mjög ósáttur með einbeitinguna í síðari hálfleik að þessu leiti,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur: Þurfum að koma báðum fótum á EM
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Ísland enn í lykilstöðu eftir óvænt jafntefli í Grikklandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta fór langleiðina á EM 2020 í gær þrátt fyrir að hafa verið stálheppið að fá stig gegn Grikkjum á útivelli. 13. júní 2019 08:00 Þægileg staða fyrir lokaumferðina hjá Íslandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því tyrkneska í lokaumferð undankeppni EM 2020 á morgun. 15. júní 2019 02:00 Skelfilegt gengi Íslands á útivelli heldur áfram Íslenska landsliðsins í handbolta hefur átt erfitt uppdráttar fyrir utan landsteinanna undanfarin misseri. 13. júní 2019 09:30 Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Ísland enn í lykilstöðu eftir óvænt jafntefli í Grikklandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta fór langleiðina á EM 2020 í gær þrátt fyrir að hafa verið stálheppið að fá stig gegn Grikkjum á útivelli. 13. júní 2019 08:00
Þægileg staða fyrir lokaumferðina hjá Íslandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því tyrkneska í lokaumferð undankeppni EM 2020 á morgun. 15. júní 2019 02:00
Skelfilegt gengi Íslands á útivelli heldur áfram Íslenska landsliðsins í handbolta hefur átt erfitt uppdráttar fyrir utan landsteinanna undanfarin misseri. 13. júní 2019 09:30