Handbolti

Skelfilegt gengi Íslands á útivelli heldur áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur hefur væntanlega ekki verið sáttur í gær.
Guðmundur hefur væntanlega ekki verið sáttur í gær. vísir/vilhelm
Íslenska landsliðið í handbolta hefur undanfarin ár átt erfitt uppdráttar í leikjum útivelli og það hélt áfram í gærkvöldi.

Liðið gerði í gær jafntefli við Grikkland, 28-28, en íslenska liðið bjargaði jafntefli á ótrúlegan hátt með tveimur mörkum á síðustu tuttugu sekúndum leiksins.

Þegar rýnt er í tölfræði síðustu ára sést að tölfræði Íslands á útivelli er ekki góð. Liðið hefur einungis unnið tvo af síðustu þrettán leikjum sínum á útivelli; gegn Ísrael og Tyrklandi.







Sex af þessum þrettán leikjum hafa tapast og fimm hafa endað með jafntefli en oftar en ekki er íslenska liðið að mæta liðum sem eru í neðri styrkleikaflokki.

Ísland mætir Tyrklandi í Laugardalshöllinni á sunnudag en með sigri þar tryggir liðið sér sæti á EM 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×