Woodland lék best á öðrum hringnum og er með forystuna á Opna bandaríska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2019 09:38 Woodland lék annan hringinn á sex höggum undir pari. vísir/getty Gary Woodland er með tveggja högga forystu eftir annan hringinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Leikið er á hinum sögufræga Pebble Beach velli í Kaliforníu. Hinn bandaríski Woodland lék manna best á öðrum hringnum og komst upp í efsta sætið. Hann lék á sex höggum undir pari og er samtals á níu höggum undir pari. Woodland kláraði hringinn með frábæru pútti fyrir fugli.ARE YOU KIDDING?!?! Gary Woodland caps an unreal 6-under 65 round with a 50-foot birdie. He leads by 2. #USOpenpic.twitter.com/QM466SGMF9 — U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2019 Woodland jafnaði met Justins Rose frá því á fyrsta hring mótsins og Tiger Woods frá 2000. Þeir eru þeir einu sem hafa leikið á sex höggum undir pari á Opna bandaríska á Pebble Beach.Gary Woodland joins Justin Rose (yesterday) and Tiger Woods (2000) as the only players to shoot 65 in a #USOpen round at Pebble Beach. Leader board: https://t.co/LUYEHVMw6spic.twitter.com/wSdxcVTuF9 — U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2019Rose, sem var með eins höggs forystu eftir fyrsta hringinn, er annar á sjö höggum undir pari. Englendingurinn lék vel á fyrri níu holunum en fékk tvo skolla á seinni níu. Louis Oosthuzien er í 3. sæti á sex höggum undir pari. Annar hringurinn var skrautlegur hjá Suður-Afríkumanninum sem fékk sjö fugla og sex skolla. Bandaríkjamaðurinn Aaron Wise og Norður-Írinn Rory McIlroy eru jafnir í 4. sætinu á fjórum höggum undir pari.Rory McIlroy shakes off double bogey, hits incredible shot from bunker,#USOpenpic.twitter.com/Ilqq2zqA68 — U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2019 Brooks Koepka, sem hefur unnið Opna bandaríska undanfarin tvö ár, er 6. sætinu á fjórum höggum undir pari. Tiger fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum og lék á einu höggi yfir pari. Hann er í 32. sæti á parinu. Rickie Fowler átti afleitan hring, lék á sex höggum yfir pari og datt niður í 45. sætið. Bein útsending frá þriðja hring Opna bandaríska hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Golf. Golf Tengdar fréttir Rose leiðir eftir fyrsta hring en Tiger er ekki langt undan Spenna eftir fyrsta hringinn á opna bandaríska. 14. júní 2019 07:30 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Gary Woodland er með tveggja högga forystu eftir annan hringinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Leikið er á hinum sögufræga Pebble Beach velli í Kaliforníu. Hinn bandaríski Woodland lék manna best á öðrum hringnum og komst upp í efsta sætið. Hann lék á sex höggum undir pari og er samtals á níu höggum undir pari. Woodland kláraði hringinn með frábæru pútti fyrir fugli.ARE YOU KIDDING?!?! Gary Woodland caps an unreal 6-under 65 round with a 50-foot birdie. He leads by 2. #USOpenpic.twitter.com/QM466SGMF9 — U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2019 Woodland jafnaði met Justins Rose frá því á fyrsta hring mótsins og Tiger Woods frá 2000. Þeir eru þeir einu sem hafa leikið á sex höggum undir pari á Opna bandaríska á Pebble Beach.Gary Woodland joins Justin Rose (yesterday) and Tiger Woods (2000) as the only players to shoot 65 in a #USOpen round at Pebble Beach. Leader board: https://t.co/LUYEHVMw6spic.twitter.com/wSdxcVTuF9 — U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2019Rose, sem var með eins höggs forystu eftir fyrsta hringinn, er annar á sjö höggum undir pari. Englendingurinn lék vel á fyrri níu holunum en fékk tvo skolla á seinni níu. Louis Oosthuzien er í 3. sæti á sex höggum undir pari. Annar hringurinn var skrautlegur hjá Suður-Afríkumanninum sem fékk sjö fugla og sex skolla. Bandaríkjamaðurinn Aaron Wise og Norður-Írinn Rory McIlroy eru jafnir í 4. sætinu á fjórum höggum undir pari.Rory McIlroy shakes off double bogey, hits incredible shot from bunker,#USOpenpic.twitter.com/Ilqq2zqA68 — U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2019 Brooks Koepka, sem hefur unnið Opna bandaríska undanfarin tvö ár, er 6. sætinu á fjórum höggum undir pari. Tiger fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum og lék á einu höggi yfir pari. Hann er í 32. sæti á parinu. Rickie Fowler átti afleitan hring, lék á sex höggum yfir pari og datt niður í 45. sætið. Bein útsending frá þriðja hring Opna bandaríska hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Golf.
Golf Tengdar fréttir Rose leiðir eftir fyrsta hring en Tiger er ekki langt undan Spenna eftir fyrsta hringinn á opna bandaríska. 14. júní 2019 07:30 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Rose leiðir eftir fyrsta hring en Tiger er ekki langt undan Spenna eftir fyrsta hringinn á opna bandaríska. 14. júní 2019 07:30