Golf

Rose leiðir eftir fyrsta hring en Tiger er ekki langt undan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rose og Woods voru saman í holli í nótt.
Rose og Woods voru saman í holli í nótt. vísir/getty
Justin Rose er í forystunni eftir fyrsta hringinn á US Open sem fer fram á hinum sögufræga Pebble Beach í Kaliforníu.Rose líkar vel við US Open því hans eini risatitill kom á sama móti fyrir sex árum síðan. Hann spilaði í nótt á sex höggum undir pari.Fjórir leikmenn eru höggi á eftir Rose en það eru þeir Rickie Fowler, Xander Schauffele, Aaron Wise og Louis Oostuizen.Tiger Woods spilaði fyrsta hringinn ágætlega og er einu höggi undir pari og Rory McIlroy er á þremur undir pari.Brooks Koepka er á tveimur undir pari en hann reynir við að verða sá fyrsti til þess að vinna þrjú US Open.Hringur tvö verður spilaður í dag og hefst útsending frá honum klukkan 19.00 á Stöð 2 Golf.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.