Spilar enn golf þrátt fyrir að vera 103 ára: „Engin ástæða til að hætta ef maður stendur uppréttur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2019 14:00 Stefán Þorleifsson fer alltaf út á golfvöll þegar veður er „brúklegt“ eins og hann segir. mynd/stöð 2 Þrátt fyrir að vera 103 ára spilar Stefán Þorleifsson enn golf. Hlynur Sigurðsson, umsjónarmaður Golfarans, tók hús á Stefáni á Neskaupstað og ræddi við kylfinginn aldna. Viðtalið við Stefán verður í lokaþætti Golfarans á Stöð 2 klukkan 19:30 í kvöld. „Alltaf þegar það er gott veður fer ég út á golfvöll og spila hring. Þetta er ekki erfið íþrótt, þannig, ef maður nennir að labba. En ég er tiltölulega ólatur við að labba,“ sagði Stefán sem var einn af stofnendum Golfklúbbs Norðfjarðar. „Meðan konan mín var á lífi fórum við alltaf saman í golf. Það var yndislegt. Sonur okkar bjó á Mallorca og við fórum oft í heimsókn til hans og lékum golf.“ Stefán segir að golf sé góð íþrótt fyrir alla, sérstaklega þá sem eru komnir á efri ár. „Þetta er alveg sérlega góð íþrótt fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst þeir þá sem eru farnir að eldast, til að halda sér við. Þetta er talsverð hreyfing. Gangan er alltaf einföld og góð íþrótt út af fyrir sig og þessar hreyfingar í golfinu eru ágætar. Ef maður ætlar að iðka golf þarf maður að halda líkamanum við í öðrum íþróttum,“ sagði Stefán sem er hvergi nærri hættur að stunda golf þrátt fyrir háan aldur. „Það er engin ástæða til að hætta að spila golf ef maður stendur uppréttur og getur gengið og hreyft sig,“ sagði Stefán sem hefur a.m.k. tvisvar farið holu í höggi. Innslagið úr Golfaranum má sjá hér fyrir neðan.Klippa: 103 ára kylfingur Golf Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þrátt fyrir að vera 103 ára spilar Stefán Þorleifsson enn golf. Hlynur Sigurðsson, umsjónarmaður Golfarans, tók hús á Stefáni á Neskaupstað og ræddi við kylfinginn aldna. Viðtalið við Stefán verður í lokaþætti Golfarans á Stöð 2 klukkan 19:30 í kvöld. „Alltaf þegar það er gott veður fer ég út á golfvöll og spila hring. Þetta er ekki erfið íþrótt, þannig, ef maður nennir að labba. En ég er tiltölulega ólatur við að labba,“ sagði Stefán sem var einn af stofnendum Golfklúbbs Norðfjarðar. „Meðan konan mín var á lífi fórum við alltaf saman í golf. Það var yndislegt. Sonur okkar bjó á Mallorca og við fórum oft í heimsókn til hans og lékum golf.“ Stefán segir að golf sé góð íþrótt fyrir alla, sérstaklega þá sem eru komnir á efri ár. „Þetta er alveg sérlega góð íþrótt fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst þeir þá sem eru farnir að eldast, til að halda sér við. Þetta er talsverð hreyfing. Gangan er alltaf einföld og góð íþrótt út af fyrir sig og þessar hreyfingar í golfinu eru ágætar. Ef maður ætlar að iðka golf þarf maður að halda líkamanum við í öðrum íþróttum,“ sagði Stefán sem er hvergi nærri hættur að stunda golf þrátt fyrir háan aldur. „Það er engin ástæða til að hætta að spila golf ef maður stendur uppréttur og getur gengið og hreyft sig,“ sagði Stefán sem hefur a.m.k. tvisvar farið holu í höggi. Innslagið úr Golfaranum má sjá hér fyrir neðan.Klippa: 103 ára kylfingur
Golf Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira