Hægt að standa í þeim bestu ef menn æfa varnarleikinn og bæta á sig kílóum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 16. janúar 2019 11:30 Elvar Örn Jónsson hefur spilað frábærlega á HM. vísir/getty Ungu strákarnir í íslenska landsliðinu í handbolta hafa stimplað sig rækilega inn á heimsmeistaramótinu það sem af er, sérstaklega í varnarleiknum sem hefur verið í heildina mjög fínn. Elvar Örn Jónsson, sem er að spila sitt fyrsta stórmót, er efstur í íslenska liðinu í löglegum stöðvunum með 8,3 að meðaltali í leik en Selfyssingurinn hefur spilað bakvörðinn frábærlega í íslensku vörninni. Haukamaðurinn Daníel Þór Ingason, sem er einnig að þreyta frumraun sína á stórmóti, er annar með 4,7 löglegar stöðvanir að meðaltali í leik og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er fjórði með fjórar slíkar. Í þriðja sæti er reynsluboltinn Ólafur Gústafsson, aðal varnarmaður íslenska liðsins. Hann er með 4,3 stöðvanir í leik þrátt fyrir að spila lítið á móti Barein en Guðmundur Guðmundsson er búinn að gera FH-inginn uppalda að lykilmanninum í hjarta varnarinnar.Íslenksa vörnin hefur verið fín með ungu strákana í stuði.vísir/gettyÓlafur spilar með KIF Kolding í Danmörku en stutt er síðan að hann var heima í Olís-deildinni að spila með Stjörnunni og þar mætti hann til dæmis strákum eins og Elvari og Daníel. Honum kemur ekkert á óvart hversu vel þeir eru að standa sig á stóra sviðinu. „Þetta kemur mér ekkert á óvart. Þeir eru bara að uppskera eins og þeir hafa sáð,“ segir Ólafur en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Hann nefnir sérstaklega Selfyssinginn Elvar Örn Jónsson sem hefur spilað frábærlega á mótinu til þessa. Það var ekki að sjá að hann væri enn að spila í Olís-deildinni þegar að hann var að kljást við suma af bestu leikmönnum heims í stórliðum Króatíu og Spánar. „Elvar er búinn að vera frábær í vörninni. Hann er örugglega búinn að leggja mikið á sig í lyftingarherberginu og er líkamlega sterkur. Þetta kemur mér ekkert á óvart. Ef menn eru duglegir að æfa varnarleikinn og bæta á sig kílóum er hægt að standa í svona mönnum,“ segir Ólafur Gústafsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00 Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Ungu strákarnir í íslenska landsliðinu í handbolta hafa stimplað sig rækilega inn á heimsmeistaramótinu það sem af er, sérstaklega í varnarleiknum sem hefur verið í heildina mjög fínn. Elvar Örn Jónsson, sem er að spila sitt fyrsta stórmót, er efstur í íslenska liðinu í löglegum stöðvunum með 8,3 að meðaltali í leik en Selfyssingurinn hefur spilað bakvörðinn frábærlega í íslensku vörninni. Haukamaðurinn Daníel Þór Ingason, sem er einnig að þreyta frumraun sína á stórmóti, er annar með 4,7 löglegar stöðvanir að meðaltali í leik og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er fjórði með fjórar slíkar. Í þriðja sæti er reynsluboltinn Ólafur Gústafsson, aðal varnarmaður íslenska liðsins. Hann er með 4,3 stöðvanir í leik þrátt fyrir að spila lítið á móti Barein en Guðmundur Guðmundsson er búinn að gera FH-inginn uppalda að lykilmanninum í hjarta varnarinnar.Íslenksa vörnin hefur verið fín með ungu strákana í stuði.vísir/gettyÓlafur spilar með KIF Kolding í Danmörku en stutt er síðan að hann var heima í Olís-deildinni að spila með Stjörnunni og þar mætti hann til dæmis strákum eins og Elvari og Daníel. Honum kemur ekkert á óvart hversu vel þeir eru að standa sig á stóra sviðinu. „Þetta kemur mér ekkert á óvart. Þeir eru bara að uppskera eins og þeir hafa sáð,“ segir Ólafur en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Hann nefnir sérstaklega Selfyssinginn Elvar Örn Jónsson sem hefur spilað frábærlega á mótinu til þessa. Það var ekki að sjá að hann væri enn að spila í Olís-deildinni þegar að hann var að kljást við suma af bestu leikmönnum heims í stórliðum Króatíu og Spánar. „Elvar er búinn að vera frábær í vörninni. Hann er örugglega búinn að leggja mikið á sig í lyftingarherberginu og er líkamlega sterkur. Þetta kemur mér ekkert á óvart. Ef menn eru duglegir að æfa varnarleikinn og bæta á sig kílóum er hægt að standa í svona mönnum,“ segir Ólafur Gústafsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00 Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00
Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30
Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30