Strákarnir hans Dags eru prúðasta liðið á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2019 13:30 Japanar fagna marki en Dagur er farinn að pæla í næstu vörn. Getty/TF-Images Íslenska handboltalandsliðið mætir því japanska á HM í handbolta í dag og það má ekki búast við sama ruddaskap og í mörgum brotum Bareinanna í síðasta leik. Þegar háttvísitölfræði Alþjóðahandknattleikssambandsins er skoðuð frá fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar kemur í ljós að Japan er með prúðasta liðið í keppninni. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar hafa aðeins fengið 21 refsistig eða 7,0 að meðaltali í leik. Japönsku leikmennirnir hafa bara átta sinnum verið reknir útaf í tvær mínútur í fyrstu þremur leikjunum og liðið hefur auk þess aðeins fengið fimm gul spjöld. Bareinar eru aftur á móti þriðja grófasta lið keppninnar á eftir Argentínu og Rússlandi. Barein er eina liðið í keppninni sem hefur fengið tvö rauð spjöld en þau komu bæði í leiknum á móti Íslandi. Íslenska landsliðið er í 14. sæti á þessum lista með 36 refsistig eða 12,0 að meðaltali í leik. Ísland hefur fengið fimmtán brottrekstra en ekkert rautt sjald. Af hinum Íslendingaliðunum má nefna að Austurríki (undir stjórn Patreks Jóhannessonar) er í 15. sæti og Svíþjóð (undir stjórn Kristjáns Andréssonar) er í 10. sæti.Prúðustu liðin á HM(Eftir þrjá fyrstu leikina) 1. Japan 21 refsistig (7,0 í leik) 2. Króatía 22 refsistig (7,3) 3. Spánn 23 refsistig (7,7) 3. Makedónía 23 refsistig (7,7) 5. Noregur 24 refsistig (7,7) 14. Ísland 36 refsistig (12,0)Grófustu liðin á HM(Eftir þrjá fyrstu leikina) 24. Argentína 53 refsistig (17,7) 23. Rússland 45 refsistig (15,0) 22. Barein 43 refsistig (14,3) 21. Serbía 42 refsistig (14,0) 20. Katar 41 refsistig (13,7) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið mætir því japanska á HM í handbolta í dag og það má ekki búast við sama ruddaskap og í mörgum brotum Bareinanna í síðasta leik. Þegar háttvísitölfræði Alþjóðahandknattleikssambandsins er skoðuð frá fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar kemur í ljós að Japan er með prúðasta liðið í keppninni. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar hafa aðeins fengið 21 refsistig eða 7,0 að meðaltali í leik. Japönsku leikmennirnir hafa bara átta sinnum verið reknir útaf í tvær mínútur í fyrstu þremur leikjunum og liðið hefur auk þess aðeins fengið fimm gul spjöld. Bareinar eru aftur á móti þriðja grófasta lið keppninnar á eftir Argentínu og Rússlandi. Barein er eina liðið í keppninni sem hefur fengið tvö rauð spjöld en þau komu bæði í leiknum á móti Íslandi. Íslenska landsliðið er í 14. sæti á þessum lista með 36 refsistig eða 12,0 að meðaltali í leik. Ísland hefur fengið fimmtán brottrekstra en ekkert rautt sjald. Af hinum Íslendingaliðunum má nefna að Austurríki (undir stjórn Patreks Jóhannessonar) er í 15. sæti og Svíþjóð (undir stjórn Kristjáns Andréssonar) er í 10. sæti.Prúðustu liðin á HM(Eftir þrjá fyrstu leikina) 1. Japan 21 refsistig (7,0 í leik) 2. Króatía 22 refsistig (7,3) 3. Spánn 23 refsistig (7,7) 3. Makedónía 23 refsistig (7,7) 5. Noregur 24 refsistig (7,7) 14. Ísland 36 refsistig (12,0)Grófustu liðin á HM(Eftir þrjá fyrstu leikina) 24. Argentína 53 refsistig (17,7) 23. Rússland 45 refsistig (15,0) 22. Barein 43 refsistig (14,3) 21. Serbía 42 refsistig (14,0) 20. Katar 41 refsistig (13,7)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira