Aron: Verður ekki verra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2019 22:43 Aron Pálmarsson var eins og aðrir niðurlútur eftir tap Íslands fyrir Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. „Þetta verður eiginilega ekki verra,“ sagði Aron. Ísland var með boltann þegar ellefu sekúndur voru eftir en tapaði honum og færði gestunum einnig vítakast sem skóp sigurmark gestanna. „Við erum með sénsinn en klúðrum þessu á klaufalegan hátt. Svo kemur víti og rautt. Þetta er eiginlega fáránlegt en við getum sjálfum okkur um kennt,“ sagði Aron. Ómar Ingi Magnússon gerði mistökin afdrifaríku í leikslok. Hann fékk dæmt á sig skref og kastaði boltanum út af vellinum. Fyrir það fékk Makedónía vítakast. „Ég held að hann Ómar þekki alveg reglurnar og ég þykist vita að hann ætlaði ekki að gera þetta. Þetta var eitthvað sem gerðist í hita leiksins - ég vona það allavega,“ sagði Aron sem fór á kostum í dag og skoraði tólf mörk fyrir Ísland. „Það gekk mjög vel í sókninni og það er gríðarlega svekkjandi að hafa ekki nýtt sér það. Við spiluðum einfaldan bolta sem þeir réðu ekkert við,“ sagði hann. „Það dregur líka úr manni að það vantaði hraðaupphlaupsmörkin þar sem að vörn og markvarsla var ekkert spes hjá okkur í dag. Þetta tók því allt saman mjög mikið á. Við fengum á okkur meira en 30 mörk á heimavelli sem er lélegt. Við viljum ekki vera þekktir fyrir það.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27 Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Aron Pálmarsson var eins og aðrir niðurlútur eftir tap Íslands fyrir Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. „Þetta verður eiginilega ekki verra,“ sagði Aron. Ísland var með boltann þegar ellefu sekúndur voru eftir en tapaði honum og færði gestunum einnig vítakast sem skóp sigurmark gestanna. „Við erum með sénsinn en klúðrum þessu á klaufalegan hátt. Svo kemur víti og rautt. Þetta er eiginlega fáránlegt en við getum sjálfum okkur um kennt,“ sagði Aron. Ómar Ingi Magnússon gerði mistökin afdrifaríku í leikslok. Hann fékk dæmt á sig skref og kastaði boltanum út af vellinum. Fyrir það fékk Makedónía vítakast. „Ég held að hann Ómar þekki alveg reglurnar og ég þykist vita að hann ætlaði ekki að gera þetta. Þetta var eitthvað sem gerðist í hita leiksins - ég vona það allavega,“ sagði Aron sem fór á kostum í dag og skoraði tólf mörk fyrir Ísland. „Það gekk mjög vel í sókninni og það er gríðarlega svekkjandi að hafa ekki nýtt sér það. Við spiluðum einfaldan bolta sem þeir réðu ekkert við,“ sagði hann. „Það dregur líka úr manni að það vantaði hraðaupphlaupsmörkin þar sem að vörn og markvarsla var ekkert spes hjá okkur í dag. Þetta tók því allt saman mjög mikið á. Við fengum á okkur meira en 30 mörk á heimavelli sem er lélegt. Við viljum ekki vera þekktir fyrir það.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27 Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00
Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27
Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13