Sport

María og Sturla eru Íslandsmeistarar í svigi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
María og Sturla með verðlaunagripina
María og Sturla með verðlaunagripina mynd/skí
María Finnbogadóttir og Sturla Snær Snorrason eru Íslandsmeistarar í svigi eftir sigursælan dag á lokamóti Skíðamóts Íslands í dag.

Svigkeppni mótsins fór fram á Dalvík og voru aðstæður eins góðar og þær verða, þó að sólbráð hafi þyngt aðeins færð í seinni ferðinni.

María, sem keppir fyrir Tindastól, fór ferðirnar tvær samanlagt á 1:51,68 mínútum. Aðeins örfáum sekúndubrotum munaði á Maríu og Freydísi Höllu Einarsdóttir sem kláraði á tímanum 1:51,81. Guðfinna Eir Þorleifsdóttir varð þriðja á 1:56,37.

Í karlaflokki var Sturla Snær úr Ármanni fljótastur og það nokkuð örugglega. Hann kláraði á 1:46,43 mínútum, næstur kom Georg Fannar Þórðarson á 1:50,73. Bronsið hlaut Jón Óskar Andrésson á 1:52,12.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.