Sport

Nanna og Gunnar Íslandsmeistarar í keilu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nanna og Gunnar, Íslandsmeistarar í keilu 2019.
Nanna og Gunnar, Íslandsmeistarar í keilu 2019. mynd/keilusamband íslands
ÍR-ingarnir Nanna Hólm Davíðsdóttir og Gunnar Þór Ásgeirsson urðu í dag Íslandsmeistarar í keilu. Leikið var í Keiluhöllinni í Egilshöll.

Í úrslitum í kvennaflokki hafði Nanna betur gegn samherja sínum úr ÍR, Ástrósu Pétursdóttur. Þetta er í fyrsta sinn sem Nanna verður Íslandsmeistari.

Í úrslitum í karlaflokki mættust Gunnar Þór og Gústaf Smári Björnsson, KFR.

Gunnar Þór hafði þar betur og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.