Enski boltinn

Varð fyrir ras­isma í granna­slagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfredo Morelos er blóðheitur.
Alfredo Morelos er blóðheitur. vísir/getty

Alfredo Morelos, framherji Rangers, varð fyrir rasisma í grannaslagnum milli Celtic og Rangers sem fór fram um helgina.

Rangers vann 2-1 sigur í leik liðanna um helgina og minnkaði þar með forskot Celtic á toppnum en ljót frammistaða stuðningsmanna setti svartan blett á leikinn.

Hinn 23 ára gamli Kólumbíumaður, Morelos, varð fyrir aðkasti stuðningsmanna heimaliðsins en þetta staðfesti talsmaður Rangers.

Hann sagði að verið væri að vinna að málinu en Celtic hefur ekki tjáð sig um málið.







Sigurinn var fyrsti sigur Rangers á Celtic á útivelli síðan 2010 en Morelos fékk að líta rauða spjaldið á 96. mínútu.

Hann lét sig þá detta innan vítateigs Celtic og fékk sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×