Lestur barna og ábyrgð foreldra Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 21. desember 2019 11:00 Eftir niðurstöðurnar úr PISA könnuninni hafa skapast umræður í samfélaginu um lestur og lesskilning barna. Það er vel. Góðar umræður eiga rétt á sér. Sitt sýnist hverjum um niðurstöðurnar eða fyrirlagningu PISA yfirleitt. Læt það liggja milli hluta hér. Höfundur skrifaði grein fyrir tæpum þremur árum um ábyrgð foreldra meðal annars á skólagöngu barna sinna. Greinin á við í dag eins og þá. Í henni vitna ég til þingmanns á danska þinginu, Anni Mattihiesen, en í greininni segir: „Anni segir ákvörðunina um að eiga barn sé foreldranna, ekki samfélagsins og uppeldið sé þeirra. Þegar ákvörðun um að eiga barn sé tekin fylgir því ábyrgð. Hún bendir á að það sé foreldranna að finna út hvernig heimilislífið gangi fyrir sig og hvernig það hangir allt saman. Forgangsröðun verkefna á að vera barni í hag og samvistir við barnið ætti að setja í forgang. Allt of mörgum börnum, í Danmörku, er plantað fyrir framan viðtæki, snjalltæki eða spjaldtölvu þegar heim er komið eftir vinnudag og dagsviðveru á leikskóla/grunnskóla.“ Sömu sögu má segja um mörg börn hér á landi. Höfundur telur að íslenskir foreldrar séu að því leyti ekki öðruvísi en þeir dönsku. Börn horfa í auknu mæli á efni frá alls konar rásum sem streymt er gegnum Internetið. Má þar nefna Netflix og Youtube. Á Youtube er efnið búið til af öðrum notendum, oft óvandað og engin ritskoðun. Hér áður fyrr var barnaefni í sjónvarpi talsett, á góðri íslensku, en nú er öldin önnur. Börnum er plantað fyrir framan Netflix til að horfa á barnaefni, með ensku tali, án þess að foreldrar geri sér far um að þýða yfir á íslensku fyrir börnin. Allir eru meðvitaðir um að börn læra af þeirri tungu sem þau heyra. Börn fara á mis við mikið, úr því þeim er plantað fyrir framan skjá, að heyra ekki íslensku. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði, segir í grein sem birtist í Kjarnanum: „Lestur er lykilinn að öllum öðrum lyklum hvað varðar nám og þekkingarleit. Lestur gefur okkur einnig möguleika á að öðlast gleði við að lesa bækur af ýmsum toga.“ Á meðan barn lærir að lesa og er læst þarf að þjálfa það. Þar liggur ábyrgð foreldra, sjá um þjálfununa. Foreldrar verða að leggja það á sig, barni til heilla. Vel læsu barni gengur betur í öðrum fögum eins og Hermundur bendir á, því þekkingarleit og öflun upplýsinga krefst góðrar lestrarkunnáttu og skilnings á því sem lesið er. Nauðsynlegt er að þjálfa barn daglega í lestri og ekki síður að ræða orðin sem það þekkir ekki. Kennarar eru allir af vilja gerðir og reyna sitt besta til að auka lesskilning nemenda en meira þarf til. Foreldrana. Þegar foreldrar lesa fyrir börnin (það eiga allir foredrar að gera), eða hlusta á barnið lesa, þarf að staldra við orð sem það skilur ekki. Barn sem rekst á orð eins rekkja, röðull, vanmáttugur, daglega, askur, ráfar, meinilla, reikar o.s.frv. þarf útskýringar á merkingu orðsins. Með útskýringum og notkun orða eykst orðaforði og skilningur. Mikilvægt er að tala mikið við börn og nota fjölbreytileika tungumálsins, það er hlutverk foreldra meðal annars. Anni segist vilja sjá meiri ábyrgð foreldra því þau velji að eiga barn, það sé ekki á vegum stjórnvalda. Að setja barn í heiminn fylgir ábyrgð. Hún segir jafnframt það hlutverk foreldra að aga barn sitt og kenna því að segja, takk, afsakið og bjóða góðan daginn. Það er líka hlutverk foreldra að kenna barni sínu heiðarleika, að ljúga ekki og stela, mæta á réttum tíma og bera virðingu fyrir öðrum. Samfélagsmiðlar taka í auknu mæli mikinn tíma frá foreldrum rétt eins og hjá börnum. Aldur þeirra sem nota samfélagsmiðla og fara reglulega á netið lækkar. Foreldrar eru fyrirmyndir og börn gera það sem fyrir þeim er haft. Hugsið ykkur um áður en þið takið tækin framyfir barnið ykkar. Umfram allt mundu, þú átt barnið og því fylgir ábyrgð segir Anni og undir það má taka. Hvert barn upplifir æskuár einu sinni og því er mikilvægt að foreldrar haldi rétt á spilunum og séu til staðar fyrir barnið.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eftir niðurstöðurnar úr PISA könnuninni hafa skapast umræður í samfélaginu um lestur og lesskilning barna. Það er vel. Góðar umræður eiga rétt á sér. Sitt sýnist hverjum um niðurstöðurnar eða fyrirlagningu PISA yfirleitt. Læt það liggja milli hluta hér. Höfundur skrifaði grein fyrir tæpum þremur árum um ábyrgð foreldra meðal annars á skólagöngu barna sinna. Greinin á við í dag eins og þá. Í henni vitna ég til þingmanns á danska þinginu, Anni Mattihiesen, en í greininni segir: „Anni segir ákvörðunina um að eiga barn sé foreldranna, ekki samfélagsins og uppeldið sé þeirra. Þegar ákvörðun um að eiga barn sé tekin fylgir því ábyrgð. Hún bendir á að það sé foreldranna að finna út hvernig heimilislífið gangi fyrir sig og hvernig það hangir allt saman. Forgangsröðun verkefna á að vera barni í hag og samvistir við barnið ætti að setja í forgang. Allt of mörgum börnum, í Danmörku, er plantað fyrir framan viðtæki, snjalltæki eða spjaldtölvu þegar heim er komið eftir vinnudag og dagsviðveru á leikskóla/grunnskóla.“ Sömu sögu má segja um mörg börn hér á landi. Höfundur telur að íslenskir foreldrar séu að því leyti ekki öðruvísi en þeir dönsku. Börn horfa í auknu mæli á efni frá alls konar rásum sem streymt er gegnum Internetið. Má þar nefna Netflix og Youtube. Á Youtube er efnið búið til af öðrum notendum, oft óvandað og engin ritskoðun. Hér áður fyrr var barnaefni í sjónvarpi talsett, á góðri íslensku, en nú er öldin önnur. Börnum er plantað fyrir framan Netflix til að horfa á barnaefni, með ensku tali, án þess að foreldrar geri sér far um að þýða yfir á íslensku fyrir börnin. Allir eru meðvitaðir um að börn læra af þeirri tungu sem þau heyra. Börn fara á mis við mikið, úr því þeim er plantað fyrir framan skjá, að heyra ekki íslensku. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði, segir í grein sem birtist í Kjarnanum: „Lestur er lykilinn að öllum öðrum lyklum hvað varðar nám og þekkingarleit. Lestur gefur okkur einnig möguleika á að öðlast gleði við að lesa bækur af ýmsum toga.“ Á meðan barn lærir að lesa og er læst þarf að þjálfa það. Þar liggur ábyrgð foreldra, sjá um þjálfununa. Foreldrar verða að leggja það á sig, barni til heilla. Vel læsu barni gengur betur í öðrum fögum eins og Hermundur bendir á, því þekkingarleit og öflun upplýsinga krefst góðrar lestrarkunnáttu og skilnings á því sem lesið er. Nauðsynlegt er að þjálfa barn daglega í lestri og ekki síður að ræða orðin sem það þekkir ekki. Kennarar eru allir af vilja gerðir og reyna sitt besta til að auka lesskilning nemenda en meira þarf til. Foreldrana. Þegar foreldrar lesa fyrir börnin (það eiga allir foredrar að gera), eða hlusta á barnið lesa, þarf að staldra við orð sem það skilur ekki. Barn sem rekst á orð eins rekkja, röðull, vanmáttugur, daglega, askur, ráfar, meinilla, reikar o.s.frv. þarf útskýringar á merkingu orðsins. Með útskýringum og notkun orða eykst orðaforði og skilningur. Mikilvægt er að tala mikið við börn og nota fjölbreytileika tungumálsins, það er hlutverk foreldra meðal annars. Anni segist vilja sjá meiri ábyrgð foreldra því þau velji að eiga barn, það sé ekki á vegum stjórnvalda. Að setja barn í heiminn fylgir ábyrgð. Hún segir jafnframt það hlutverk foreldra að aga barn sitt og kenna því að segja, takk, afsakið og bjóða góðan daginn. Það er líka hlutverk foreldra að kenna barni sínu heiðarleika, að ljúga ekki og stela, mæta á réttum tíma og bera virðingu fyrir öðrum. Samfélagsmiðlar taka í auknu mæli mikinn tíma frá foreldrum rétt eins og hjá börnum. Aldur þeirra sem nota samfélagsmiðla og fara reglulega á netið lækkar. Foreldrar eru fyrirmyndir og börn gera það sem fyrir þeim er haft. Hugsið ykkur um áður en þið takið tækin framyfir barnið ykkar. Umfram allt mundu, þú átt barnið og því fylgir ábyrgð segir Anni og undir það má taka. Hvert barn upplifir æskuár einu sinni og því er mikilvægt að foreldrar haldi rétt á spilunum og séu til staðar fyrir barnið.Höfundur er grunnskólakennari.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun