Handbolti

Logi Geirs hefur góða tilfinningu fyrir EM í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Geirsson var í silfurliðinu á ÓL 2008 en hér er hann á verðlaunapallinum með þeim Sigfúsi Sigurðssyni og Björgvini Pál Gústavssyni.
Logi Geirsson var í silfurliðinu á ÓL 2008 en hér er hann á verðlaunapallinum með þeim Sigfúsi Sigurðssyni og Björgvini Pál Gústavssyni. Getty/Vladimir Rys

Jólin eru að baki og það þýðir bara eitt. Íslenska karlalandsliðið í handbolta er að hefja lokaundirbúning sinn fyrir stórmót í handbolta. Sumir spekingar Seinni bylgjunnar eru líka orðnir spenntir.

Íslensku strákarnir hafa ekki misst af mörgum stórmótum á síðustu áratugum og fram undan er ellefta Evrópumótið í röð hjá íslenska landsliðinu. EM fer að þessu sinni fram í Noregi, Svíþjóð og Austurríki.

Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hefur góða tilfinningu fyrir EM í handbolta þrátt fyrir að íslenska liðið sé í gríðarlega sterkum riðli með Danmörku, Rússlandi og Ungverjalandi.

„Hef svo góða tilfinningu fyrir þessu móti, látið ykkur hlakka til,“ skrifaði Logi Geirsson á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×