Íslenskir grunnskólakennarar synda björgunarsund á hverjum degi Hlín Bolladóttir skrifar 10. desember 2019 11:00 Það er merkileg lífsreynsla fyrir kennara sem er kominn nærri sextugu og hefur kennt í rúm 30 ár að hlusta á umræðu um læsi íslenskra barna. Það væri hreinlega undarlegt ef ég teldi mig ekki hafa nokkurt vit á þessu, bæði vegna þess að ég er og hef alltaf verið staðsett með börnunum og á rúmum 30 árum get ég sagt að ég muni tímana tvenna. Auðvitað gæti ég verið alveg galin yfir því að flestir kenni íslenskum grunnskólakennurum um hvernig börnum fer stöðugt aftur í lestri. Ég er ekki brjáluð yfir þessu, einmitt vegna þess að ég þekki aðstæðurnar of vel. Það sem hefur alveg vantað inn í umræðuna er grundvallaratriðið sem allir virðast sneiða hjá vegna þess að það er svo óþægilegt. Kári Stefánsson reyndi að komast á þessa braut í Silfrinu sem ég horfði á áðan og freistaði þess að draga fram séreinkenni þjóðarinnar. Ég er hins vegar ekki sammála honum um að íslensk börn séu verr gefin en börn annars staðar. Meinið er að mínu viti samfélagslegt. Íslenskir grunnskólakennarar hafa lítinn tíma til að kenna vegna þess að mestallur þeirra tími fer í að ala börnin upp og freista þess að leysa úr allskyns vandamálum sem börnin glíma við. Sá vandi verður ekki til í skólunum. Ef börnum líður illa, eru óörugg, kvíðin og þunglynd þá á sér ekki stað neitt nám, því miður! Umræðan öll hefur þannig áhrif á mig að mér líður eins og sparkað sé í mig liggjandi. Þegar ég var að alast upp þá fór íslenskunám aðallega fram á heimavelli. Mismunandi lesefni var haldið að manni og það var rætt. Þannig lærðist manni að lesa á milli lína, draga ályktanir og færa rök. Í skóla lærði maður málfræðina til þess að hafa þekkingu á því hvernig móðurmálið manns er uppbyggt, þurfti að læra ljóð utan að, festa í minni orðaforða og hugtök. Í dag hlífum við börnum við þessum kröfum. Stóra meinið er að við hlífum börnum of mikið, það má ekki gera kröfur til þeirra vegna þess að þau eiga of upptekna foreldra og þau eru sjálf svo upptekin eftir skóla. Friður og ró eru ekki í boði og allir eru örþreyttir og glíma við kulnun í versta falli. Hvernig getur þetta hugsanlega verið skólunum að kenna? Þegar kennarar eru komnir á minn aldur hafa þeir fæstir einhverjar hugmyndir um að þeir þurfi að vera sérlegir "skemmtikraftar" til að fanga athygli barna. Ég vel frekar þá leið að tala við unglinga eins og þeir séu að verða fullorðið fólk með öllum þeim réttindum og SKYLDUM sem því fylgir. Umræða um skyldur gleymist oft og víða. Það eiga allir svo mikinn RÉTT á öllu! Ég myndi örugglega njóta mín betur í starfi ef ég fengi að sinna því fyrst og fremst að kenna og undirbúa kennslu og nemendur mínir myndu eflaust ná betri árangri ef námi þeirra væri almennt fylgt eftir heima. Þar sem það er gert næst tvímælalaust betri árangur! Það þarf að tala við börn til að kenna þeim orðaforða og þeir sem tala við þau þurfa að hafa orðaforða! Þegar ég segi unglingum frá því í dag að ég hafi aðallega fengið bækur í jólagjöf þegar ég var að vaxa úr grasi, bæði vegna þess að ég óskaði eftir því sjálf og að bækur hafi þótt góðar gjafir, þá fæ ég gjarnan þessa spurningu: „Og fékkstu þá engar almennilegar gjafir?“ Mín niðurstaða er sú að við búum í dekurslegu samfélagi sem vinnur gegn sjálfu sér og fáir vilji horfast í augu við það enda getur það reynst erfitt og sársaukafullt að horfast í augu við rætur vanda og við jafnvel þurft að setja skyldurnar ofar réttindum! Annars á ég eftir 11 ár í þessu dýrmæta starfi mínu og hef hugsað mér að klára það og jafnvel nota gamaldags aðferðir.Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Það er merkileg lífsreynsla fyrir kennara sem er kominn nærri sextugu og hefur kennt í rúm 30 ár að hlusta á umræðu um læsi íslenskra barna. Það væri hreinlega undarlegt ef ég teldi mig ekki hafa nokkurt vit á þessu, bæði vegna þess að ég er og hef alltaf verið staðsett með börnunum og á rúmum 30 árum get ég sagt að ég muni tímana tvenna. Auðvitað gæti ég verið alveg galin yfir því að flestir kenni íslenskum grunnskólakennurum um hvernig börnum fer stöðugt aftur í lestri. Ég er ekki brjáluð yfir þessu, einmitt vegna þess að ég þekki aðstæðurnar of vel. Það sem hefur alveg vantað inn í umræðuna er grundvallaratriðið sem allir virðast sneiða hjá vegna þess að það er svo óþægilegt. Kári Stefánsson reyndi að komast á þessa braut í Silfrinu sem ég horfði á áðan og freistaði þess að draga fram séreinkenni þjóðarinnar. Ég er hins vegar ekki sammála honum um að íslensk börn séu verr gefin en börn annars staðar. Meinið er að mínu viti samfélagslegt. Íslenskir grunnskólakennarar hafa lítinn tíma til að kenna vegna þess að mestallur þeirra tími fer í að ala börnin upp og freista þess að leysa úr allskyns vandamálum sem börnin glíma við. Sá vandi verður ekki til í skólunum. Ef börnum líður illa, eru óörugg, kvíðin og þunglynd þá á sér ekki stað neitt nám, því miður! Umræðan öll hefur þannig áhrif á mig að mér líður eins og sparkað sé í mig liggjandi. Þegar ég var að alast upp þá fór íslenskunám aðallega fram á heimavelli. Mismunandi lesefni var haldið að manni og það var rætt. Þannig lærðist manni að lesa á milli lína, draga ályktanir og færa rök. Í skóla lærði maður málfræðina til þess að hafa þekkingu á því hvernig móðurmálið manns er uppbyggt, þurfti að læra ljóð utan að, festa í minni orðaforða og hugtök. Í dag hlífum við börnum við þessum kröfum. Stóra meinið er að við hlífum börnum of mikið, það má ekki gera kröfur til þeirra vegna þess að þau eiga of upptekna foreldra og þau eru sjálf svo upptekin eftir skóla. Friður og ró eru ekki í boði og allir eru örþreyttir og glíma við kulnun í versta falli. Hvernig getur þetta hugsanlega verið skólunum að kenna? Þegar kennarar eru komnir á minn aldur hafa þeir fæstir einhverjar hugmyndir um að þeir þurfi að vera sérlegir "skemmtikraftar" til að fanga athygli barna. Ég vel frekar þá leið að tala við unglinga eins og þeir séu að verða fullorðið fólk með öllum þeim réttindum og SKYLDUM sem því fylgir. Umræða um skyldur gleymist oft og víða. Það eiga allir svo mikinn RÉTT á öllu! Ég myndi örugglega njóta mín betur í starfi ef ég fengi að sinna því fyrst og fremst að kenna og undirbúa kennslu og nemendur mínir myndu eflaust ná betri árangri ef námi þeirra væri almennt fylgt eftir heima. Þar sem það er gert næst tvímælalaust betri árangur! Það þarf að tala við börn til að kenna þeim orðaforða og þeir sem tala við þau þurfa að hafa orðaforða! Þegar ég segi unglingum frá því í dag að ég hafi aðallega fengið bækur í jólagjöf þegar ég var að vaxa úr grasi, bæði vegna þess að ég óskaði eftir því sjálf og að bækur hafi þótt góðar gjafir, þá fæ ég gjarnan þessa spurningu: „Og fékkstu þá engar almennilegar gjafir?“ Mín niðurstaða er sú að við búum í dekurslegu samfélagi sem vinnur gegn sjálfu sér og fáir vilji horfast í augu við það enda getur það reynst erfitt og sársaukafullt að horfast í augu við rætur vanda og við jafnvel þurft að setja skyldurnar ofar réttindum! Annars á ég eftir 11 ár í þessu dýrmæta starfi mínu og hef hugsað mér að klára það og jafnvel nota gamaldags aðferðir.Höfundur er kennari.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun