Viðskipti innlent

Bein út­sending: Peningastefnunefnd rök­styður stýri­vaxta­á­kvörðun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri munu skýra frá ákvörðun nefndarinnar í Seðlabankanum á eftir.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri munu skýra frá ákvörðun nefndarinnar í Seðlabankanum á eftir. Vísir/vilhelm

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar á fundinum og svara spurningum fundargesta. 

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar um vextina í morgun kemur m.a. fram að taumhald peningastefnunnar hafi lítið breyst milli funda en við síðustu vaxtaákvörðun voru stýrivextir lækkaðir um 0,25 prósentur.

Hér að neðan má sjá myndband af Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra fjalla um efnahagshorfur og ákvörðun nefndarinnar.

Samkvæmt nýlega birtum þjóðhagsreikningum hefur hagvöxtur verið 0,2% á fyrstu níu mánuðum ársins. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að þetta sé aðeins meiri vöxtur en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í nóvember en í meginatriðum hafi efnahagsþróunin það sem af er ári verið í samræmi við nóvemberspá bankans.

Í spilaranum hér að neðan má nálgast beina útsendingu af fundi peningastefnunefndar sem hefst klukkan 10.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×