Handbolti

Tvítug Eyjakona verður markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna yfir jólin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásta Björt Júlíusdóttir lætur hér vaða á markið.
Ásta Björt Júlíusdóttir lætur hér vaða á markið. Vísir/Bára

Eyjakonan Ásta Björt Júlíusdóttir fer í jólafrí sem markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna í handbolta eftir að hafa skorað 64 mörk í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins.Ásta Björt Júlíusdóttir er fædd árið 1999 og hélt því upp á tvítugsafmælið sitt á þessu ári. Ásta Björt hefur fengið meiri ábyrgð í ÍBV liðinu í vetur og hefur svarað því kalli með því að skora 5,8 mörk að meðaltali í leik.Ásta Björt hefur skorað næstum því helming marka sinna af vítalínunni eða 31 af 64. Þar er hún að nýta 91 prósent vítanna sem er frábær nýting.Ásta er örvhent skytta sem er að verða þekkt fyrir sín þrumuskot.Hún hefur bætt sig mikið frá síðasta tímabili þar sem hún var „aðeins“ með 1,9 mörk að meðaltali í 21 leikjum á allri leiktíðinni. Ásta skoraði samtals 40 deildarmörk 2018-19 en hefur skorað 24 mörkum meira í fyrstu ellefu leikjunum í ár.Ásta Björt hefur eins marks forskot á Framarana Ragnheiði Júlíusdóttur og Steinunni Björnsdóttur sem hafa skorað 63 mörk hvor en þessar tölur eru frá HBStatz.Framliðið á fjóra leikmenn inn á topp tíu listanum og er því með marga leikmenn í stórum hlutverkum.Flest mörk í fyrstu ellefu umferðum Olís deildar kvenna:

1. Ásta Björt Júlíusdóttir, ÍBV     64 mörk

2. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram      63 mörk

2. Steinunn Björnsdóttir , Fram     63 mörk

4. Martha Hermannsdóttir, KA/Þór    61 mark

5. Lovísa Thompson; Val            56 mörk

6. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjörnunni    54 mörk

7. Berta Rut Harðardóttir, Haukum    53 mörk

7. Sandra Erlingsdóttir, Val        53 mörk

8. Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram     52 mörk

8. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK    52 mörk

10. Karen Knútsdóttir, Fram         49 mörk

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.