Tvítug Eyjakona verður markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna yfir jólin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 16:30 Ásta Björt Júlíusdóttir lætur hér vaða á markið. Vísir/Bára Eyjakonan Ásta Björt Júlíusdóttir fer í jólafrí sem markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna í handbolta eftir að hafa skorað 64 mörk í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins. Ásta Björt Júlíusdóttir er fædd árið 1999 og hélt því upp á tvítugsafmælið sitt á þessu ári. Ásta Björt hefur fengið meiri ábyrgð í ÍBV liðinu í vetur og hefur svarað því kalli með því að skora 5,8 mörk að meðaltali í leik. Ásta Björt hefur skorað næstum því helming marka sinna af vítalínunni eða 31 af 64. Þar er hún að nýta 91 prósent vítanna sem er frábær nýting. Ásta er örvhent skytta sem er að verða þekkt fyrir sín þrumuskot. Hún hefur bætt sig mikið frá síðasta tímabili þar sem hún var „aðeins“ með 1,9 mörk að meðaltali í 21 leikjum á allri leiktíðinni. Ásta skoraði samtals 40 deildarmörk 2018-19 en hefur skorað 24 mörkum meira í fyrstu ellefu leikjunum í ár. Ásta Björt hefur eins marks forskot á Framarana Ragnheiði Júlíusdóttur og Steinunni Björnsdóttur sem hafa skorað 63 mörk hvor en þessar tölur eru frá HBStatz. Framliðið á fjóra leikmenn inn á topp tíu listanum og er því með marga leikmenn í stórum hlutverkum.Flest mörk í fyrstu ellefu umferðum Olís deildar kvenna: 1. Ásta Björt Júlíusdóttir, ÍBV 64 mörk 2. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 63 mörk 2. Steinunn Björnsdóttir , Fram 63 mörk 4. Martha Hermannsdóttir, KA/Þór 61 mark 5. Lovísa Thompson; Val 56 mörk 6. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjörnunni 54 mörk 7. Berta Rut Harðardóttir, Haukum 53 mörk 7. Sandra Erlingsdóttir, Val 53 mörk 8. Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram 52 mörk 8. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK 52 mörk 10. Karen Knútsdóttir, Fram 49 mörk Olís-deild kvenna Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira
Eyjakonan Ásta Björt Júlíusdóttir fer í jólafrí sem markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna í handbolta eftir að hafa skorað 64 mörk í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins. Ásta Björt Júlíusdóttir er fædd árið 1999 og hélt því upp á tvítugsafmælið sitt á þessu ári. Ásta Björt hefur fengið meiri ábyrgð í ÍBV liðinu í vetur og hefur svarað því kalli með því að skora 5,8 mörk að meðaltali í leik. Ásta Björt hefur skorað næstum því helming marka sinna af vítalínunni eða 31 af 64. Þar er hún að nýta 91 prósent vítanna sem er frábær nýting. Ásta er örvhent skytta sem er að verða þekkt fyrir sín þrumuskot. Hún hefur bætt sig mikið frá síðasta tímabili þar sem hún var „aðeins“ með 1,9 mörk að meðaltali í 21 leikjum á allri leiktíðinni. Ásta skoraði samtals 40 deildarmörk 2018-19 en hefur skorað 24 mörkum meira í fyrstu ellefu leikjunum í ár. Ásta Björt hefur eins marks forskot á Framarana Ragnheiði Júlíusdóttur og Steinunni Björnsdóttur sem hafa skorað 63 mörk hvor en þessar tölur eru frá HBStatz. Framliðið á fjóra leikmenn inn á topp tíu listanum og er því með marga leikmenn í stórum hlutverkum.Flest mörk í fyrstu ellefu umferðum Olís deildar kvenna: 1. Ásta Björt Júlíusdóttir, ÍBV 64 mörk 2. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 63 mörk 2. Steinunn Björnsdóttir , Fram 63 mörk 4. Martha Hermannsdóttir, KA/Þór 61 mark 5. Lovísa Thompson; Val 56 mörk 6. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjörnunni 54 mörk 7. Berta Rut Harðardóttir, Haukum 53 mörk 7. Sandra Erlingsdóttir, Val 53 mörk 8. Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram 52 mörk 8. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK 52 mörk 10. Karen Knútsdóttir, Fram 49 mörk
Olís-deild kvenna Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira