Körfubolti

Ótrúlegur Luka Doncic í Mexíkó

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luka glaður í bragði.
Luka glaður í bragði. vísir/getty

Luka Doncic heldur áfram að fara á kostum í NBA-körfuboltanum en ekkert virðist fá þennan tvítuga Slóvena stöðvað.

Hann skoraði 41 stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar er Dallas vann ellefu stiga sigur á Detriot, 122-111, en leikurinn sem telst heimleikur Dallas liðsins var spilaður í Mexíkó.Philadelphia vann svo sex stiga sigur á Boston á heimavelli, 115-109, en þetta var fjórði sigur Philadelphia í röð. Joel Embiid skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Kemba Walker 29 fyrir Boston.

Framlengt var í San Antonio þar sem gestirnir frá Cleveland unnu átta stiga sigur að endingu, 117-109, og Denver vann nokkuð öruggan sigur á Portland, 114-99.
Öll úrslit næturinnar:
Philadelphia - Boston 115-109
Cleveland - San Antonio 117-109
Dallas - Detroit 122-111
Portland - Denver 99-114

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.