Körfubolti

Ótrúlegur Luka Doncic í Mexíkó

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luka glaður í bragði.
Luka glaður í bragði. vísir/getty

Luka Doncic heldur áfram að fara á kostum í NBA-körfuboltanum en ekkert virðist fá þennan tvítuga Slóvena stöðvað.Hann skoraði 41 stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar er Dallas vann ellefu stiga sigur á Detriot, 122-111, en leikurinn sem telst heimleikur Dallas liðsins var spilaður í Mexíkó.Philadelphia vann svo sex stiga sigur á Boston á heimavelli, 115-109, en þetta var fjórði sigur Philadelphia í röð. Joel Embiid skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Kemba Walker 29 fyrir Boston.Framlengt var í San Antonio þar sem gestirnir frá Cleveland unnu átta stiga sigur að endingu, 117-109, og Denver vann nokkuð öruggan sigur á Portland, 114-99.Öll úrslit næturinnar:

Philadelphia - Boston 115-109

Cleveland - San Antonio 117-109

Dallas - Detroit 122-111

Portland - Denver 99-114

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.