Golf

Bandaríska liðið bjargaði sér fyrir horn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger og Justin Thomas fagna í nótt.
Tiger og Justin Thomas fagna í nótt. vísir/getty

Staðan var orðin ansi svört hjá bandaríska liðinu í Forsetabikarnum í golfi í nótt en með góðum endasprett náði bandaríska liðið að halda lífi í keppninni.Alþjóðlega liðið leiddi 4-1 eftir fyrsta daginn og vann svo fyrsta leikinn í fjórmenningnum í nótt. Þá var staðan orðin 5-1 og alþjóðlega liðið þess utan yfir í öllum leikjum dagsins.Bandaríkjamenn gáfust þó ekki upp og fyrirliði þeirra, Tiger Woods, kláraði daginn með því að vinna sinn leik ásamt Justin Thomas.Staðan er því 6,5 gegn 3,5 eftir annan dag og Bandaríkjamenn þakka fyrir að vera enn með í baráttunni.„Þetta leit skelfilega út um tíma en strákarnir náðu að snúa þessu við,“ sagði Tiger en hann er spilandi fyrirliði og hefur unnið báða sína leiki.„Það var gríðarlega mikilvægt að enda þetta svona og síðasti klukkutíminn breytti öllu. Þetta er alls ekki búið.“Þriðji dagur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf og hefst útsending klukkan 20.00.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.