Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2019 15:25 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. Helstu embættismenn Hvíta hússins, sem voru á fundinum í apríl 2017, voru ekki vissir um það hvort að Trump væri að grínast en ítrekaði orð sín: „Þau þurfa að flytja!“. Að endingu var forsetinn hunsaður. Um 25 milljónir manna búa í Seoul. Þegar Trump sá loftmyndir af Kóreuskaganum að nóttu til, hélt hann fyrst að myrkri hlutinn á milli Kína og Suður-Kóreu væri haf. Seinna meir spurði hann ráðgjafa sína af hverju Seoul væri svo stutt frá landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Borgin er í um 30 kílómetra frá landamærunum. Þetta kemur fram í nýrri bók um samband Trump og herafla Bandaríkjanna; Trump and his Generals: The Cost of Chaos, sem er skrifuð af Peter Bergen. Blaðamenn Guardian hafa fengið eintak til skoðunar.Sú staðreynd að hermenn Norður-Kóreu miða sífellt gífurlegum fjölda fallbyssa á Seoul og gætu valdið gífurlegu mannfalli þar á mjög skömmum til ef til átaka kæmi, hefur takmarkað möguleika Suður-Kóreu og Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. Í bókinni kemur einnig fram að á fundi í janúar 2018 sagði Trump að hann vildi að fjölskyldu allra hermanna Bandaríkjanna í Suður-Kóreu yrðu fluttar til Bandaríkjanna. Honum var snarlega ráðlagt að yfirvöld Norður-Kóreu myndu gera ráð fyrir að slíkir flutningar væru undirbúningur fyrir stríð og aðgerðin myndi koma verulega niður á hlutabréfamarkaði Norður-Kóreu. Trump hélt sínu striki þrátt fyrir það og skipaði ráðgjöfum sínum að flytja fjölskyldurnar. Aftur var hann hunsaður og James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra, varð ekki við skipuninni. Trump nefndi hana sömuleiðis ekki aftur. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. Helstu embættismenn Hvíta hússins, sem voru á fundinum í apríl 2017, voru ekki vissir um það hvort að Trump væri að grínast en ítrekaði orð sín: „Þau þurfa að flytja!“. Að endingu var forsetinn hunsaður. Um 25 milljónir manna búa í Seoul. Þegar Trump sá loftmyndir af Kóreuskaganum að nóttu til, hélt hann fyrst að myrkri hlutinn á milli Kína og Suður-Kóreu væri haf. Seinna meir spurði hann ráðgjafa sína af hverju Seoul væri svo stutt frá landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Borgin er í um 30 kílómetra frá landamærunum. Þetta kemur fram í nýrri bók um samband Trump og herafla Bandaríkjanna; Trump and his Generals: The Cost of Chaos, sem er skrifuð af Peter Bergen. Blaðamenn Guardian hafa fengið eintak til skoðunar.Sú staðreynd að hermenn Norður-Kóreu miða sífellt gífurlegum fjölda fallbyssa á Seoul og gætu valdið gífurlegu mannfalli þar á mjög skömmum til ef til átaka kæmi, hefur takmarkað möguleika Suður-Kóreu og Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. Í bókinni kemur einnig fram að á fundi í janúar 2018 sagði Trump að hann vildi að fjölskyldu allra hermanna Bandaríkjanna í Suður-Kóreu yrðu fluttar til Bandaríkjanna. Honum var snarlega ráðlagt að yfirvöld Norður-Kóreu myndu gera ráð fyrir að slíkir flutningar væru undirbúningur fyrir stríð og aðgerðin myndi koma verulega niður á hlutabréfamarkaði Norður-Kóreu. Trump hélt sínu striki þrátt fyrir það og skipaði ráðgjöfum sínum að flytja fjölskyldurnar. Aftur var hann hunsaður og James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra, varð ekki við skipuninni. Trump nefndi hana sömuleiðis ekki aftur.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent