Handbolti

Færir sig yfir í kvennaboltann eftir að hafa verið rekinn frá Fram

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðmundur Helgi Pálsson var ekki lengi án þjálfarastarfs.
Guðmundur Helgi Pálsson var ekki lengi án þjálfarastarfs. vísir/bára

Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur skrifað undir samning við Guðmund Helga Pálsson um þjálfun meistaraflokks kvenna í handbolta.

Afturelding er nýliði í Olís-deildinni og er stigalaust á botni deildarinnar eftir 11 umferðir en Haraldur Þorvarðarson lét af störfum sem þjálfari liðsins á dögunum.

Guðmundur Helgi var látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Fram á dögunum eftir að hafa stýrt því í Olís-deildinni undanfarin ár. 

Í yfirlýsingu handknattleiksdeildar Aftureldingar segir að félagið sé stolt af því að fá svona flottan þjálfara til starfa. Guðmundur stýrir liðinu í fyrsta leik eftir pásu í Olís-deildinni 18. janúar næstkomandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.