Handbolti

Aron hjálpaði Barcelona í bikarúrslit

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Barcelona er langbesta handboltalið Spánar
Barcelona er langbesta handboltalið Spánar vísir/getty

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru skrefi nær spænska bikarmeistaratitlinum í handbolta eftir að hafa lagt Ademar Leon að velli í kvöld í undanúrslitum.

Börsungar höfðu tögl og hagldir í hröðum handboltaleik og unnu að lokum öruggan níu marka sigur, 39-30, eftir að hafa leitt með fimm mörkum í leikhléi, 22-17.

Aron skoraði eitt mark í leiknum en Dika Mem, Luka Cindric og Ludovic Fabregas voru atkvæðamestir í sóknarleik Börsunga með sex mörk hver.

Barcelona er í algjörum sérflokki í spænskum handknattleik og hefur einokað bikarkeppnina undanfarin ár og sama má segja um deildarkeppnina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.