Handbolti

Elvar og félagar máttu sín lítils gegn Kiel

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Elvar í leik með Aftureldingu. Hann leikur nú með Stuttgart í þýsku Bundesligunni
Elvar í leik með Aftureldingu. Hann leikur nú með Stuttgart í þýsku Bundesligunni vísir/daníel

Mosfellingurinn Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Stuttgart stóðu í ströngu í dag þegar þeir fengu stórlið Kiel í heimsókn í þýsku úrvalsdeildinni í dag. 

Skemmst er frá því að segja að Stuttgart átti ekki roð í stórveldið en Kiel leiddi með sex mörkum í leikhléi, 7-13. Fór að lokum svo að Kiel vann átta marka sigur, 21-29.

Elvar komst ekki á blað hjá Stuttgart.

Niclas Ekberg var atkvæðamestur gestanna með 10 mörk en Gísli Þorgeir Kristjánsson er enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.