Handbolti

Aron og félagar unnu deildarbikarinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron heldur áfram að safna titlum.
Aron heldur áfram að safna titlum. vísir/getty

Aron Pálmarsson varð í dag deildarbikarmeistari með Barcelona.Börsungar unnu öruggan sigur á Bidasoa Irún, 30-22. Í undanúrslitunum vann Barcelona Ademar León, 22-17.Þetta er í þriðja sinn sem Aron vinnur deildarbikarinn með Barcelona. Þar mætast fjögur efstu lið spænsku úrvalsdeildarinnar.Fyrst var keppt um þennan titil tímabilið 1990-91. Barcelona hefur unnið hann langoftast, eða 15 sinnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.