Handbolti

Aron og félagar unnu deildarbikarinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron heldur áfram að safna titlum.
Aron heldur áfram að safna titlum. vísir/getty

Aron Pálmarsson varð í dag deildarbikarmeistari með Barcelona.

Börsungar unnu öruggan sigur á Bidasoa Irún, 30-22. Í undanúrslitunum vann Barcelona Ademar León, 22-17.


Þetta er í þriðja sinn sem Aron vinnur deildarbikarinn með Barcelona. Þar mætast fjögur efstu lið spænsku úrvalsdeildarinnar.

Fyrst var keppt um þennan titil tímabilið 1990-91. Barcelona hefur unnið hann langoftast, eða 15 sinnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.