Gleðileg jól eða hvað... Bryndís Jónsdóttir skrifar 17. desember 2019 08:00 Jólafriður, jólakósý, jólakakó, jólalög, jólasmákökur og jólagleði. Krafan er einföld og skýr, allir eiga að gefa sér tíma til að njóta aðventunnar, hafa það notalegt um jólin og umfram allt vera glaðir...alltaf. En hver er hinn blákaldi veruleiki? Desember er sennilega einn annasamasti mánuður ársins hjá mörgum fjölskyldum. Fullorðna fólkið hefur sína dagskrá.... jólahlaðborð með vinnunni, búa til karamellukransa, jólasaumaklúbburinn, aðventuferðin til Þýskalands, smakka jólabjórinn og Beaujolais Nouveau, jólaþrifin, heimsækja ættingjana sem búið er að vanrækja allt árið, kaupa jólagjafirnar nú eða föndra þær. Aðstoða jólasveininn við að útvega skógjafir og gera piparkökuhús. Jólakortaskrifin eru á undanhaldi en jólasmákökurnar baka sig ekki sjálfar þótt það sé nú reyndar orðið auðveldara að kaupa tilbúnar smákökur en áður. En þú mætir ekki í kökuskiptipartýið með kökur úr búð...þar fór það. Ef þú ert ekki á kafi í öllu þessu þá ertu kannski að vinna eins og skepna allan mánuðinn því herlegheitin kosta jú sitt og enginn má vera minni en næsti maður þegar kemur að jólaskreytingum, jólamat og huggulegum jólatónleikum sem kosta hálfan handlegg. Væntingarnar eru keyrðar upp í topp og þeir sem ekki geta eða vilja vera með í brjálæðinu sitja eftir með einhvers konar ófullnægjutilfinningu. Dagskrá barnanna Eins og þetta sé nú ekki nóg þá byrjar fjörið fyrst þegar jóladagskrá barnanna lítur dagsins ljós. Skólinn byrjar. Það á að mæta í jólapeysu þennan daginn....eins og það sé lögmál að allir eigi jólapeysu, litríkum sokkum næsta dag, koma með pening fyrir kaffihúsa- eða bíóferð þriðja daginn og smákökur í nesti hinn daginn og svo er skertur dagur í skólanum, helgileikur og jólaskemmtanir á tímum sem engan veginn henta vinnandi fólki. Hvernig í veröldinni eiga foreldrar að komast yfir að vita hvenær hver á að mæta hvar og með hvað ef mörg börn eru á heimilinu? Og svo eru það tómstundirnar og íþróttirnar. Það er jólamót í fótbolta, handbolta, fimleikum og sundi, danssýning og lúðrasveitartónleikar helgina fyrir jól en auðvitað þarf líka að hafa jólahitting og aukaæfingar. Of mikið í gangi Er nema von að margir foreldrar séu örmagna og börnin uppfull af kvíða og spennu þegar jólin loksins ganga í garð? Þurfum við ekki að bakka aðeins út úr þessum kröfum sem koma úr öllum áttum og skoða hvort þetta er allt alveg nauðsynlegt? Væri kannski ráð að hætta að hlaða öllum uppákomum á þennan tíma í desember, gefa fjölskyldum tíma til að njóta aðventunnar í raun og veru, hlúa hvert að öðru, gera minni kröfur til hvers annars og okkar sjálfra og finna aftur friðinn og kyrrðina innra með okkur? Breytum þessu og gerum það saman því bætt samfélag og betri líðan er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Skóla - og menntamál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Jólafriður, jólakósý, jólakakó, jólalög, jólasmákökur og jólagleði. Krafan er einföld og skýr, allir eiga að gefa sér tíma til að njóta aðventunnar, hafa það notalegt um jólin og umfram allt vera glaðir...alltaf. En hver er hinn blákaldi veruleiki? Desember er sennilega einn annasamasti mánuður ársins hjá mörgum fjölskyldum. Fullorðna fólkið hefur sína dagskrá.... jólahlaðborð með vinnunni, búa til karamellukransa, jólasaumaklúbburinn, aðventuferðin til Þýskalands, smakka jólabjórinn og Beaujolais Nouveau, jólaþrifin, heimsækja ættingjana sem búið er að vanrækja allt árið, kaupa jólagjafirnar nú eða föndra þær. Aðstoða jólasveininn við að útvega skógjafir og gera piparkökuhús. Jólakortaskrifin eru á undanhaldi en jólasmákökurnar baka sig ekki sjálfar þótt það sé nú reyndar orðið auðveldara að kaupa tilbúnar smákökur en áður. En þú mætir ekki í kökuskiptipartýið með kökur úr búð...þar fór það. Ef þú ert ekki á kafi í öllu þessu þá ertu kannski að vinna eins og skepna allan mánuðinn því herlegheitin kosta jú sitt og enginn má vera minni en næsti maður þegar kemur að jólaskreytingum, jólamat og huggulegum jólatónleikum sem kosta hálfan handlegg. Væntingarnar eru keyrðar upp í topp og þeir sem ekki geta eða vilja vera með í brjálæðinu sitja eftir með einhvers konar ófullnægjutilfinningu. Dagskrá barnanna Eins og þetta sé nú ekki nóg þá byrjar fjörið fyrst þegar jóladagskrá barnanna lítur dagsins ljós. Skólinn byrjar. Það á að mæta í jólapeysu þennan daginn....eins og það sé lögmál að allir eigi jólapeysu, litríkum sokkum næsta dag, koma með pening fyrir kaffihúsa- eða bíóferð þriðja daginn og smákökur í nesti hinn daginn og svo er skertur dagur í skólanum, helgileikur og jólaskemmtanir á tímum sem engan veginn henta vinnandi fólki. Hvernig í veröldinni eiga foreldrar að komast yfir að vita hvenær hver á að mæta hvar og með hvað ef mörg börn eru á heimilinu? Og svo eru það tómstundirnar og íþróttirnar. Það er jólamót í fótbolta, handbolta, fimleikum og sundi, danssýning og lúðrasveitartónleikar helgina fyrir jól en auðvitað þarf líka að hafa jólahitting og aukaæfingar. Of mikið í gangi Er nema von að margir foreldrar séu örmagna og börnin uppfull af kvíða og spennu þegar jólin loksins ganga í garð? Þurfum við ekki að bakka aðeins út úr þessum kröfum sem koma úr öllum áttum og skoða hvort þetta er allt alveg nauðsynlegt? Væri kannski ráð að hætta að hlaða öllum uppákomum á þennan tíma í desember, gefa fjölskyldum tíma til að njóta aðventunnar í raun og veru, hlúa hvert að öðru, gera minni kröfur til hvers annars og okkar sjálfra og finna aftur friðinn og kyrrðina innra með okkur? Breytum þessu og gerum það saman því bætt samfélag og betri líðan er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun