Handbolti

Íris Björk og Aron handboltafólk ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Handboltafólk ársins 2019.
Handboltafólk ársins 2019. vísir/bára/andri marinó

Íris Björk Símonardóttir og Aron Pálmarsson voru valin handknattleiksfólks ársins 2019.

Íris varð þrefaldur meistari með Val á síðasta tímabili og var valin leikmaður ársins á lokahófi HSÍ.

Eftir nokkurra ára hlé gaf Íris aftur kost á sér í íslenska landsliðið í haust og átti afar góðan leik gegn Frökkum í undankeppni EM í lok september.

Aron varð þrefaldur meistari með Barcelona á Spáni á síðasta tímabili og hefur leikið sérstaklega vel með liðinu í Meistaradeild Evrópu í vetur.

Aron er lykilmaður í íslenska landsliðinu og var fyrirliði þess á HM í Danmörku og Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×