Körfubolti

Framlengingin: „Sorrí Ingi en ég myndi skipta þér út“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Meðal umræðuefna í Framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn var hvaða lið í Domino's deild karla þurfi að gera breytingar.

„KR er með haug af leikmönnum. Þú ert með draumalið. Sorrí Ingi en ég myndi skipta þér út,“ sagði Ragna Margrét Brynjarsdóttir og vísaði þar til þjálfara KR, Inga Þórs Steinþórssonar.

Benedikt Guðmundsson segir að Valur sé í vandræðum og þurfi að stokka spilin upp á nýtt.

„Þegar ég var að spila við aldraða ömmu mína og frænku í gamla og þær fengu lélega gjöf var bara endurgjöf. Mér líður eins og Valur þurfi endurgjöf,“ sagði Benedikt.

„Auðvitað beinast spjótin svolítið að Gústa [Ágústi Björgvinssyni] eins og gerist þegar gengur illa. Gústi er staddur í kviksyndi. Hann reynir og reynir að snúa þessu við en liðið sekkur bara dýpra og dýpra.“

Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Pavel: Eiginlega ekki fyndið lengur

Valur tapaði óvænt fyrir Þór Akureyri í Dominos-deild karla í körfubolta fyrr í kvöld. Fyrir leikinn var Þór á botni deildarinnar og hafði ekki unnið leik, á meðan lið Vals hafði tapað fjórum leikjum í röð eftir annars ágæta byrjun á tímabilinu.

Björn Kristjánsson: Hrikalega veikt andlega

Björn Kristjánsson var í raun orðlaus eftir 43 stiga tap KR gegn Stjörnunni í Dominos deild karla í kvöld. Hann viðurkenndi að hann ætti í raun engin svör við því sem gerðist í kvöld en KR tapaði 110-67 í Garðabænum. Íslandsmeistararnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Björn lék 17 mínútur í kvöld, á þeim skilaði hann átta stigum og fimm stoðsendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×