Körfubolti

Sjáðu þrumuræðu Kristófers

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslandsmeistarar KR fengu útreið þegar þeir sóttu Stjörnuna heim í lokaleik 9. umferð Domino's deildar karla í gær. Stjörnumenn unnu 43 stiga sigur, 110-67.

KR-ingar voru eðlilega ósáttir með gang mála og í leikhléi þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af 3. leikhluta brýndi Kristófer Acox raustina og hélt mikla eldræðu. Þá var KR 24 stigum undir, 71-47.

Kristófer þrumaði yfir liðsfélögunum sínum og skreytti mál sitt með vel völdum blótsyrðum.

Ræða Kristófers hafði þó ekki tilætluð áhrif því bilið milli liðanna hélt áfram að breikka og spilamennska KR lagaðist ekki neitt. Á endanum munaði 43 stigum á liðunum eins og áður sagði.

KR hefur tapað tveimur leikjum í röð og fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.

Þrumuræðu Kristófers má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Björn Kristjánsson: Hrikalega veikt andlega

Björn Kristjánsson var í raun orðlaus eftir 43 stiga tap KR gegn Stjörnunni í Dominos deild karla í kvöld. Hann viðurkenndi að hann ætti í raun engin svör við því sem gerðist í kvöld en KR tapaði 110-67 í Garðabænum. Íslandsmeistararnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Björn lék 17 mínútur í kvöld, á þeim skilaði hann átta stigum og fimm stoðsendingum.

Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni

Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×