Körfubolti

Körfuboltakvöld: Gallalaus leikur hjá Herði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
s2 sport
Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í sigri Keflavíkur á Fjölni í Domino's deild karla.

Hörður Axel skilaði 28 stigum, 9 stoðsendingum og 5 fráköstum og var með 42 í framlag í leiknum.

„Hann þarf ekki að vera svona góður í öllum leikjum, en við þurfum að fá brot af þessu,“ sagði Ragna Margrét Brynjarsdóttir þegar sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds ræddu frammistöðu Harðar.

„Hann spilaði gjörsamlega gallalausan leik,“ bætti Hermann Hauksson við.

Hörður hefur verið heilt yfir nokkuð góður á tímabilinu, hann hefur ekki þurft að bera liðið eins mikið uppi og undan farin ár.

„Hann nýtur sín betur sjálfur með þessa frábæru erlendu menn með sér,“ sagði Benedikt Guðmundsson.

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.



Klippa: Hörður Axel og Keflavík



Fleiri fréttir

Sjá meira


×