Formúla 1

Hamilton vann síðustu keppni ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hamilton ók frábærlega í Abú Dabí.
Hamilton ók frábærlega í Abú Dabí. vísir/getty

Lewis Hamilton á Mercedes hrósaði sigri í kappakstrinum í Abú Dabí, síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1.

Heimsmeistarinn kláraði tímabilið með því að vinna sína elleftu keppni. Hann afrekaði það einnig 2014 og 2018.


Hamilton hefur unnið 84 keppnir á ferlinum og vantar aðeins sjö sigra til að jafna met Michaels Schumacher.

Hamilton komst 17 sinnum á pall á tímabilinu og jafnaði þar með met Sebastians Vettel frá 2011 og Schumachers frá 2002.

Max Verstappen á Red Bull varð annar í kappakstrinum í dag og Charles Leclerc á Ferrari þriðji.

Valtteri Bottas, samherji Hamiltons hjá Mercedes, varð fjórði. Hann varð annar í keppni ökuþóra á eftir Hamilton. Mercedes vann sigur í keppni bílasmiða sjötta árið í röð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.