Virkjum Elliðaárdalinn Guðjón Sigurbjartsson skrifar 2. desember 2019 09:00 Hvernig ætli fólk tæki því ef virkja ætti Elliðaárnar til rafmagnsframleiðslu í dag, ef þær væru enn ósnortnar? Það er nokkuð ljóst að það yrði allt vitlaust. Nú er staðan sú að gamla virkjunin er úrelt og hætt að nota hana fyrir nokkrum árum. Nú getum við því virkjað Elliðaárdalinn enn betur sem útivistarperlu með því að ganga vel frá virkjana mannvirkjunum sem sögulegum minjum fyrir framtíðina að njóta. En ótrúlegt nokk vilja sumir endurnýja virkjunina með nýrri tækni!Elliðaárnar og virkjun þeirra Það var eðlilegt árið 1921 að virkja Elliðaárnar í nágrenni aðal þéttbýlisins. Byggt var myndarlegt stöðvarhús, tvær stíflur og þrýstivatnspípa og tilheyrandi. Samtals framleiddi stöðin um 3,5 MW sem dugði Reykjavík vel um sinn. Síðar komu Sogsvirkjanir og Toppstöð í Elliðaádalnum. Allar þessar virkjanir orka nú tvímælis og yrðu ekki byggðar í dag. Toppstöðin er löngu aflögð og rekstur Elliðaárstöðvarinnar orðinn óhagkvæmur enda gömul mannfrek tækni notuð. Rekstrinum var því hætt fyrir nokkrum árum. Nú vilja sumir endurnýja virkjunina með nýrri plast þrýstivatnspípu og niðurgrafinni túrbínu. Þetta gæfi lítið af sér og er óráð. Nú gefst gott færi á að virkja Elliðaárdalinn enn betur sem útivistarparadís með því að færa árnar til fyrr horfs en viðhalda þó Elliðaárstöðinni sem fögrum söguminjum.ElliðaárstöðinStöðvarhúsið sem Guðjón Samúelsson, arkitekt teiknaði er falleg og söguleg bygging sem að sjálfsögðu á að vernda og nýta sem söguminjasafn.Þrýstivatnspípan milli Árbæjarstíflu og stöðvarhússins er úr timbri. Hún er óný og að falla saman. Það myndi víst kosta yfir 500 milljónir króna að endurnýja hana í núverandi mynd. Sumir vilja setja plastpípu í staðinn. Það væri mikið óráð og grafa niður nýja túrbínu. Ef stöðin er ekki í rekstri þarf ekki þrýstivatnspípu. Hana má fjarlægja og leggja göngu og hjólastíg í staðinn, sem væri kostur því vegurinn meðfram pípunni er í dag notaður af akandi, hjólandi og gangandi, sem er takmarkandi fyrir alla og skapar hættu.Árbæjarstífla myndar lón á vetrum sem hleypt er úr á sumrum, fyrir laxinn. Án rafmagnsframleiðslu er tilgangslaust að safna í lónið. Vafalaust þykir mörgum það fallegt með svönum og fuglalífi. En þegar það á sínar dökku hliðar eins og önnur virkjanalón. Þegar hleypt er úr lóninu á vorin situr eftir brún eðja og tilvist lónsins takmarkar búsvæði laxins. Lóninu fylgir líka slysahætta. Þar varð dauðaslys fyrir nokkrum áratugum, þegar barn datt niður í vök fyrir ofan stífluna. Árbæjarstífla er ekki lengur þörf. Fjarlægjum hana og setum í stað sérhannaða, göngu- og hjólabrú sem væri betri samgöngubót en stíflan er nú og ódýrari í viðhaldi.Elliðavatn var áður tvö vötn, Vatnsendavatn og Vatnsvatn. Tilkoma Elliðavatnsstíflu breytti þessum vötnum í eitt stórt lón sem kallað er Elliðavatn. Árum saman kom stíflan í veg fyrir að laxinn kæmist upp í árnar fyrir ofan vötnin og skerti þannig búsvæði hans. Loks var gerður laxastigi sem bætti nokkuð úr. Elliðavatn er vissulega fallegt og það er erfitt að sjá fyrir sér hvernig landslagið væri án þess. Líklegra yrði það enn fallegra en í dag þegar vötnin tvö kæmu aftur í ljós og svæðið myndi vaxa upp. Laxinn hefur aldrei jafnað sig alveg á þeim mikla skaða sem hann varð fyrir við virkun Elliðaána. Reynt hefur verið að bæta úr með seiðasleppingum en betra væri að árnar væru sjálfbærar. Nú skulum við virkja Elliðaárdalinn frá ósum og upp úr með því að færa árnar sem næst upprunalegu horfi og leggja af öll áforum um virkjun ánna. Jafnframt skulum við gera minningunni um gömlu fallegu virkjunina hátt undir höfði eins og hún var. Virkjum dalinn en ekki árnar.Höfundur er fv. fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur og vinur Elliðaárdalsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig ætli fólk tæki því ef virkja ætti Elliðaárnar til rafmagnsframleiðslu í dag, ef þær væru enn ósnortnar? Það er nokkuð ljóst að það yrði allt vitlaust. Nú er staðan sú að gamla virkjunin er úrelt og hætt að nota hana fyrir nokkrum árum. Nú getum við því virkjað Elliðaárdalinn enn betur sem útivistarperlu með því að ganga vel frá virkjana mannvirkjunum sem sögulegum minjum fyrir framtíðina að njóta. En ótrúlegt nokk vilja sumir endurnýja virkjunina með nýrri tækni!Elliðaárnar og virkjun þeirra Það var eðlilegt árið 1921 að virkja Elliðaárnar í nágrenni aðal þéttbýlisins. Byggt var myndarlegt stöðvarhús, tvær stíflur og þrýstivatnspípa og tilheyrandi. Samtals framleiddi stöðin um 3,5 MW sem dugði Reykjavík vel um sinn. Síðar komu Sogsvirkjanir og Toppstöð í Elliðaádalnum. Allar þessar virkjanir orka nú tvímælis og yrðu ekki byggðar í dag. Toppstöðin er löngu aflögð og rekstur Elliðaárstöðvarinnar orðinn óhagkvæmur enda gömul mannfrek tækni notuð. Rekstrinum var því hætt fyrir nokkrum árum. Nú vilja sumir endurnýja virkjunina með nýrri plast þrýstivatnspípu og niðurgrafinni túrbínu. Þetta gæfi lítið af sér og er óráð. Nú gefst gott færi á að virkja Elliðaárdalinn enn betur sem útivistarparadís með því að færa árnar til fyrr horfs en viðhalda þó Elliðaárstöðinni sem fögrum söguminjum.ElliðaárstöðinStöðvarhúsið sem Guðjón Samúelsson, arkitekt teiknaði er falleg og söguleg bygging sem að sjálfsögðu á að vernda og nýta sem söguminjasafn.Þrýstivatnspípan milli Árbæjarstíflu og stöðvarhússins er úr timbri. Hún er óný og að falla saman. Það myndi víst kosta yfir 500 milljónir króna að endurnýja hana í núverandi mynd. Sumir vilja setja plastpípu í staðinn. Það væri mikið óráð og grafa niður nýja túrbínu. Ef stöðin er ekki í rekstri þarf ekki þrýstivatnspípu. Hana má fjarlægja og leggja göngu og hjólastíg í staðinn, sem væri kostur því vegurinn meðfram pípunni er í dag notaður af akandi, hjólandi og gangandi, sem er takmarkandi fyrir alla og skapar hættu.Árbæjarstífla myndar lón á vetrum sem hleypt er úr á sumrum, fyrir laxinn. Án rafmagnsframleiðslu er tilgangslaust að safna í lónið. Vafalaust þykir mörgum það fallegt með svönum og fuglalífi. En þegar það á sínar dökku hliðar eins og önnur virkjanalón. Þegar hleypt er úr lóninu á vorin situr eftir brún eðja og tilvist lónsins takmarkar búsvæði laxins. Lóninu fylgir líka slysahætta. Þar varð dauðaslys fyrir nokkrum áratugum, þegar barn datt niður í vök fyrir ofan stífluna. Árbæjarstífla er ekki lengur þörf. Fjarlægjum hana og setum í stað sérhannaða, göngu- og hjólabrú sem væri betri samgöngubót en stíflan er nú og ódýrari í viðhaldi.Elliðavatn var áður tvö vötn, Vatnsendavatn og Vatnsvatn. Tilkoma Elliðavatnsstíflu breytti þessum vötnum í eitt stórt lón sem kallað er Elliðavatn. Árum saman kom stíflan í veg fyrir að laxinn kæmist upp í árnar fyrir ofan vötnin og skerti þannig búsvæði hans. Loks var gerður laxastigi sem bætti nokkuð úr. Elliðavatn er vissulega fallegt og það er erfitt að sjá fyrir sér hvernig landslagið væri án þess. Líklegra yrði það enn fallegra en í dag þegar vötnin tvö kæmu aftur í ljós og svæðið myndi vaxa upp. Laxinn hefur aldrei jafnað sig alveg á þeim mikla skaða sem hann varð fyrir við virkun Elliðaána. Reynt hefur verið að bæta úr með seiðasleppingum en betra væri að árnar væru sjálfbærar. Nú skulum við virkja Elliðaárdalinn frá ósum og upp úr með því að færa árnar sem næst upprunalegu horfi og leggja af öll áforum um virkjun ánna. Jafnframt skulum við gera minningunni um gömlu fallegu virkjunina hátt undir höfði eins og hún var. Virkjum dalinn en ekki árnar.Höfundur er fv. fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur og vinur Elliðaárdalsins.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun