Handbolti

Bjarki Már og félagar í undanúrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már skoraði þrjú mörk gegn Ludwigshafen.
Bjarki Már skoraði þrjú mörk gegn Ludwigshafen. vísir/getty

Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo eru komnir í 8-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta eftir sigur á Ludwigshafen, 23-26, í kvöld.

Bjarki hefur farið á kostum með Lemgo í vetur og er næstmarkahæstur í þýsku úrvalsdeildinni. 

Landsliðshornamaðurinn var nokkuð rólegur í tíðinni í kvöld og skoraði þrjú mörk úr sex skotum.

Bobby Schagen var markahæstur í liði Lemgo með fimm mörk. Fjögur þeirra komu af vítalínunni.

Lemgo leiddi allan leikinn þótt munurinn á liðunum væri aldrei mikill. Staðan í hálfleik var 9-12, Lemgo í vil.

Úrslitahelgi bikarkeppninnar fer fram 4. og 5. apríl 2020.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.