Mitt álit á dönskukennslu í grunnskólum á Íslandi Óskar Guðnason skrifar 4. desember 2019 15:30 Ljóst er að það á að fórna íslenskunni fyrir dönskuna áfram. Gamla nýlenduveldið Danmörk er búið að borga hluta af dönskunáminu á Íslandi fram í tímann og íslenskir unglingar eru skyldaðir til þess að læra dönsku, þrjá tíma á viku. Það er svo gott fyrir samskiptin við Norðurlönd þar sem flestir tala reyndar ensku við Íslendinga! Í dönskum framhaldsskólum og æðri menntastofnunum í Danmörku og líka annars staðar á Norðurlöndum er allt kennt á ensku fyrir útlendinga þ.á.m. Íslendinga - vegna Evrópusambandsins. En samt skal hafa þrjá tíma á viku í dönsku í unglingaskólum á Íslandi þó svo að stór hluti af unglingunum skilji ekki íslensku og geti því ekki skilið almennilega og lært önnur fög sem að kennd eru á íslensku í skólunum á Íslandi. Og nú á að auka álagið á þau, án þess að minnst sé á að minnka dönskukennslu eða gera hana að valfagi. Og ekki er tvítyngdum börnum eða foreldrum þeirra bent á að börnin þeirra séu ekki skyldug til þess að læra dönsku - eða ensku. Nei skólarnir gera það ekki samkvæmt skipun að ofan virðist vera. Er það af því að skólunum ber skylda til að kenna börnum á þeirra móðurmáli - t.d. pólsku, tælensku o.s.frv. En hvar er það gert? Nei, það er ekki minnst á það við skólasetningu á hausti. En lögð er rík áhersla á dönskukúgunina áfram. Hún sé svo nauðsynleg. Hve mörg börn ætli séu inni á dönsku efni í símunum sínum dags daglega? Dönskunámið er eingöngu til þess að auka álagið á íslenska grunnskólanemendur - álag sem að nú þegar er orðið mjög mikið. Til dæmis vegna áhugamála utan skóla. En haldið skal í úrelta gamla hugmynd um tengsl Norðurlandanna og íslenskum ungmennum skal fórnað fyrir dönsku konungshirðina.Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ljóst er að það á að fórna íslenskunni fyrir dönskuna áfram. Gamla nýlenduveldið Danmörk er búið að borga hluta af dönskunáminu á Íslandi fram í tímann og íslenskir unglingar eru skyldaðir til þess að læra dönsku, þrjá tíma á viku. Það er svo gott fyrir samskiptin við Norðurlönd þar sem flestir tala reyndar ensku við Íslendinga! Í dönskum framhaldsskólum og æðri menntastofnunum í Danmörku og líka annars staðar á Norðurlöndum er allt kennt á ensku fyrir útlendinga þ.á.m. Íslendinga - vegna Evrópusambandsins. En samt skal hafa þrjá tíma á viku í dönsku í unglingaskólum á Íslandi þó svo að stór hluti af unglingunum skilji ekki íslensku og geti því ekki skilið almennilega og lært önnur fög sem að kennd eru á íslensku í skólunum á Íslandi. Og nú á að auka álagið á þau, án þess að minnst sé á að minnka dönskukennslu eða gera hana að valfagi. Og ekki er tvítyngdum börnum eða foreldrum þeirra bent á að börnin þeirra séu ekki skyldug til þess að læra dönsku - eða ensku. Nei skólarnir gera það ekki samkvæmt skipun að ofan virðist vera. Er það af því að skólunum ber skylda til að kenna börnum á þeirra móðurmáli - t.d. pólsku, tælensku o.s.frv. En hvar er það gert? Nei, það er ekki minnst á það við skólasetningu á hausti. En lögð er rík áhersla á dönskukúgunina áfram. Hún sé svo nauðsynleg. Hve mörg börn ætli séu inni á dönsku efni í símunum sínum dags daglega? Dönskunámið er eingöngu til þess að auka álagið á íslenska grunnskólanemendur - álag sem að nú þegar er orðið mjög mikið. Til dæmis vegna áhugamála utan skóla. En haldið skal í úrelta gamla hugmynd um tengsl Norðurlandanna og íslenskum ungmennum skal fórnað fyrir dönsku konungshirðina.Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar